Jarðúlfurinn (Proteles cristatus) Útbreiðsla jarðúlfsins skiptist í grófum dráttum í tvennt, í sunnanverðri Afríku og í Austur-Afríku, norðan Tansaníu, á svæðum sem tilheyra Eþíópíu og Sómalíu meðal annara. Jarðúlfurinn er talinn vera algengastur hýenutegunda í Afríku en hann sést sjaldnast þar sem hann er að mestu á ferli á næturna. Jarðúlfurinn er sérhæfð termítaæta. Stofnstærð jarðúlfsins er talin vera eitthvað undir 50 þúsund dýrum og hann telst ekki í útrýmingarhættu. Rákahýenan (Hyena hyena) Rákahýenan er eina hýenutegundin sem finnst utan Afríku en útbreiðsla hennar nær einnig til nyrsta hluta Afríku. Ekki er að fullu ljóst hver stofnstærð þessarar tegundar er í Afríku, en þær eru ekki taldar algengar þar sem þær leggjast á búfénað og eru ofsóttar fyrir vikið. Myndin er fengin af vefsetrinu Serengeti.
Hvað eru margar hýenur í Afríku?
Jarðúlfurinn (Proteles cristatus) Útbreiðsla jarðúlfsins skiptist í grófum dráttum í tvennt, í sunnanverðri Afríku og í Austur-Afríku, norðan Tansaníu, á svæðum sem tilheyra Eþíópíu og Sómalíu meðal annara. Jarðúlfurinn er talinn vera algengastur hýenutegunda í Afríku en hann sést sjaldnast þar sem hann er að mestu á ferli á næturna. Jarðúlfurinn er sérhæfð termítaæta. Stofnstærð jarðúlfsins er talin vera eitthvað undir 50 þúsund dýrum og hann telst ekki í útrýmingarhættu. Rákahýenan (Hyena hyena) Rákahýenan er eina hýenutegundin sem finnst utan Afríku en útbreiðsla hennar nær einnig til nyrsta hluta Afríku. Ekki er að fullu ljóst hver stofnstærð þessarar tegundar er í Afríku, en þær eru ekki taldar algengar þar sem þær leggjast á búfénað og eru ofsóttar fyrir vikið. Myndin er fengin af vefsetrinu Serengeti.
Útgáfudagur
26.11.2002
Spyrjandi
Pétur Finnbogason, f. 1992
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar hýenur í Afríku?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2907.
Jón Már Halldórsson. (2002, 26. nóvember). Hvað eru margar hýenur í Afríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2907
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar hýenur í Afríku?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2907>.