Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2432 svör fundust
Hvað eru rauðir eldmaurar?
Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk ót...
Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum? Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hi...
Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?
Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1] Mynd 1: Röntgenmynd af lun...
Hvernig fara vísindamenn að því að aldursgreina hafsbotninn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig vitum við hvaða hafsbotn er yngstur og hvaða hafsbotn er elstur? Aldur hafsbotnsins hefur verið ákvarðaður út frá bergsegulmælingum, einnig aldursgreiningum á bergi og setlagagreiningum þar sem borað hefur verið í hafsbotninn. Þrátt fyrir að elsta berg á yfirborði...
Hvað er sólin þung?
Sólin vegur 1,99*1030 (199 og 28 núll!) kg. Það þýðir að hún er jafn þung og 340.000 Jarðir. Hún er 1.392.000 kílómetrar í þvermál sem nemur 109 Jörðum en þvermál Jarðar er 12.756 kílómetrar. Sólin er 6043°C á yfirborðinu og 1.55*1026°C í miðjunni. Hún er í 149.637.000 kílómetra fjarlægð frá Jörðinni sem þýðir að ...
Hvert er flatarmál jarðarinnar?
Flatarmál jarðarinnar er um það bil 511.186.000 ferkílómetrar. Á síðunni The Nine Planets er hægt að sjá að þvermál jarðarinnar er 12.756 kílómetrar. Til að finna flatarmálið þarf að finna þvermálið í öðru veldi og margfalda það með tölunni p (pí) sem er hér um bil 3,14. Samkvæmt þessu er flatarmál jarðarinnar...
Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?
Upphaflega spurningin var svona: Ég er oft á sumrin stödd á sveitabæ þar sem flugur safnast stöðugt í eldhúsið. Þótt þær séu drepnar, koma alltaf mjög fljótt aðrar í staðinn, en aðeins að vissu marki, yfirleitt aldrei fleiri en 5-6 í þetta eldhús (nema í sérstökum flugnasumrum). Flugurnar sýnast virða eitthvert...
Hafa menn samvisku?
Oftast er orðið samviska notað um tilhneigingu til geðshræringa af vissu tagi sem menn finna fyrir ef þeir brjóta af sér eða gjöra eitthvað sem talið er ámælisvert. Þessar geðshræringar fela jafnan í sér sjálfsásökun vegna einhvers athæfis og í flestum tilvikum líka eftirsjá eða ósk um að hafa látið það ógert....
Hvað gerir maginn?
Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í...
Hvað átti Johann Sebastian Bach mörg börn?
Þýska tónskáldið Johann Sebastian Bach (1685-1750) eignaðist tuttugu börn í tveimur hjónaböndum. Með fyrri eiginkonu sinni, Maríu Barböru Bach, átti hann sjö börn og með þeirri síðari, Önnu Magdalenu Wilcke, eignaðist hann 13. Af tuttugu börnum tónskáldsins dóu alls tíu í æsku. Þrír synir Bachs voru kunn tónská...
Hvaða mannvirki á jörðinni sjást með berum augum úr geimnum?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu? sést Kínamúrinn ekki með berum augum frá tunglinu. Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið sagðist ekki hafa séð múrinn frá tunglinu. En Kínamúrinn sést engu að síður úr geimnum. Geimfarar sem e...
Hafa dæmdir ofbeldismenn alltaf verið árásarhneigðir í æsku?
Ofbeldi finnst í margvíslegum myndum og skýringar á því eru einnig margþættar. Áhættuþættir ofbeldis eru bæði einstaklingsbundnir og félagslegir. Nefna má þætti eins og persónuleikaraskanir og geðræn vandkvæði og einnig félagslega áhættuþætti eins og upplausn fjölskyldna og áhrif jafningjahópa, sem geta undir tilt...
Hvers konar skrum fara lýðskrumarar með?
Orðið lýður merkir ‘þjóð, fólk, almenningur’ og skrum merkir ‘ýkjufrásögn, raup’. Lýðskrum er þá skjall eða skrum sem einhver flytur í því formi sem hann telur að nái best eyrum fólksins. Orðið lýðskrumari er til í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 20. öld. Það er oft notað um stjórnmálamann sem tekur a...
Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög m...
Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?
Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...