
Mynd 1: Röntgenmynd af lungum sem sýnir þéttingu efst í hægra lunga (a), sem einnig sést vel á tölvusneiðmyndum (b,c), og lýsir upp í jáeindaskanna (d).
Myndrannsóknir á lunga
Tölvusneiðmyndir er helsta rannsóknin til greiningar á lungnakrabbameini, en í sumum tilvikum hafa sjúklingar áður greinst með íferð eða æxli á hefðbundinni lungnamynd (mynd 1). Lungnabólga sem erfiðlega gengur að meðhöndla eða íferðir sem ekki hverfa á meðferð ættu að vekja grun um lungnakrabbamein. Hluti lungnakrabbameina (allt að 30%) greinast fyrir tilviljun við myndrannsóknir hjá einkennalausum einstaklingum[2] og er þá oftast um stakan hnút að ræða. Hnútur í lungum (minni en 3 cm) getur verið þéttur (e. solid) eða hélulíkur án þétts hluta (e. ground glass), eða þéttur að hluta. Eftirlit og uppvinnsla á hnútum fer eftir stærð þeirra, útliti og áhættuþáttum sjúklings eins og aldri og reykingasögu. Líkur á krabbameini aukast með stærð og auknum þéttleika hnútsins. Óbreytt stærð í tvö ár er almennt talið merki um að þéttur hnútur sé ólíklega illkynja.[3][4] Dreifðir hnútar í báðum lungum ættu að vekja grun um meinvörp frá illkynja æxlum utan brjósthols, en stakir hnútar geta einnig verið meinvörp.[5] Alþjóðleg samtök röntgenlækna (Fleichner Society) gefa út klínískar leiðbeiningar um eftirfylgni á hnútum í lungum. [6][7]
Mynd 2: Tölvusneiðmyndir af lunga sem sýnir hnúta í lungum með mismiklum þéttleika sem eftir sýnatöku reyndust báðir vera lungnakrabbamein; þéttur hnútur (a) og hálfþéttur hnútur (b).

Mynd 3: Tölvusneiðmyndir sem sýna æxli í neðri hluta hægra lunga (a), sem lýsir upp á jáeindaskanna (b).
- ^ NICE guidelines on Lung cancer (NG122): diagnosis and management, march 2019.
- ^ Orrason AW, Sigurdsson MI, Baldvinsson K, Thorsteinsson H, Jonsson S, Gudbjartsson T. Incidental detection by computed tomography is an independent prognostic factor for survival in patients operated for nonsmall cell lung carcinoma. ERJ Open Res. 2017;3(2).
- ^ Jeong YJ, Yi CA, Lee KS. Solitary pulmonary nodules: detection, characterization, and guidance for further diagnostic workup and treatment. AJR Am J Roentgenol. 2007;188(1):57-68.
- ^ MacMahon H, Naidich DP, Goo JM, Lee KS, Leung ANC, Mayo JR, et al. Guidelines for Management of Incidental Pulmonary Nodules Detected on CT Images: From the Fleischner Society 2017. Radiology. 2017;284(1):228-243.
- ^ Wahbah M, Boroumand N, Castro C, El-Zeky F, Eltorky M. Changing trends in the distribution of the histologic types of lung cancer: a review of 4,439 cases. Ann Diagn Pathol. 2007;11(2):89-96.
- ^ Naruke T, Tsuchiya R, Kondo H, Nakayama H, Asamura H. Lymph node sampling in lung cancer: how should it be done? Eur J Cardiothorac Surg. 1999;16 Suppl 1:S17-24
- ^ Gudmundsson G JH. Hnútar í lungum og eftirfylgni þeirra. Læknablaðið. 2020;106(4):214.
- ^ Sama heimild og í nr. 4.
- ^ Sama heimild og í nr. 4.
- ^ Groheux D, Quere G, Blanc E, Lemarignier C, Vercellino L, de Margerie-Mellon C, et al. FDG PET-CT for solitary pulmonary nodule and lung cancer: Literature review. Diagn Interv Imaging. 2016;97(10):1003-1017.
- ^ Sama heimild og í nr. 10.
- ^ Sama heimild og í nr. 10.
- ^ Sama heimild og í nr. 10.
- ^ Sama heimild og í nr. 10.