Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?

Hrönn Harðardóttir, Pétur H. Hannesson og Tómas Guðbjartsson

Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1]

Mynd 1: Röntgenmynd af lungum sem sýnir þéttingu efst í hægra lunga (a), sem einnig sést vel á tölvusneiðmyndum (b,c), og lýsir upp í jáeindaskanna (d).

Myndrannsóknir á lunga

Tölvusneiðmyndir er helsta rannsóknin til greiningar á lungnakrabbameini, en í sumum tilvikum hafa sjúklingar áður greinst með íferð eða æxli á hefðbundinni lungnamynd (mynd 1). Lungnabólga sem erfiðlega gengur að meðhöndla eða íferðir sem ekki hverfa á meðferð ættu að vekja grun um lungnakrabbamein. Hluti lungnakrabbameina (allt að 30%) greinast fyrir tilviljun við myndrannsóknir hjá einkennalausum einstaklingum[2] og er þá oftast um stakan hnút að ræða. Hnútur í lungum (minni en 3 cm) getur verið þéttur (e. solid) eða hélulíkur án þétts hluta (e. ground glass), eða þéttur að hluta.

Eftirlit og uppvinnsla á hnútum fer eftir stærð þeirra, útliti og áhættuþáttum sjúklings eins og aldri og reykingasögu. Líkur á krabbameini aukast með stærð og auknum þéttleika hnútsins. Óbreytt stærð í tvö ár er almennt talið merki um að þéttur hnútur sé ólíklega illkynja.[3][4] Dreifðir hnútar í báðum lungum ættu að vekja grun um meinvörp frá illkynja æxlum utan brjósthols, en stakir hnútar geta einnig verið meinvörp.[5] Alþjóðleg samtök röntgenlækna (Fleichner Society) gefa út klínískar leiðbeiningar um eftirfylgni á hnútum í lungum. [6][7]

Mynd 2: Tölvusneiðmyndir af lunga sem sýnir hnúta í lungum með mismiklum þéttleika sem eftir sýnatöku reyndust báðir vera lungnakrabbamein; þéttur hnútur (a) og hálfþéttur hnútur (b).

Mælt er með tölvusneiðmynda-eftirliti ef hnútar eru 6-8 mm að stærð en ráðlagt er að íhuga frekari rannsóknir ef þeir eru 8 mm eða stærri, til dæmis með jáeindaskönnun, eða fá vefjasýni með ástungu. Annars er mælt með eftirliti innan þriggja mánaða. Hnútum undir 6 mm að stærð þarf í sumum tilfellum að fylgja eftir, sérstaklega ef áhætta á krabbameini er aukin (margir hnútar, og mikil reykingasaga).[8] Á síðustu árum hefur athyglin beinst að vel afmarköðum hélubreytingum, en stór hluti þeirra reynist hægt vaxandi kirtilfrumukrabbamein eða forstig krabbameins (lat. carcinoma in situ). Þess vegna er ráðlagt að fylgja hélubreytingum eftir lengur, eða í allt að fimm ár.[9]

Jáeindaskanni er myndrannsókn sem notast við sporefni sem sýnir brennslu sykurs í frumum og er gagnleg til að meta hvort hnútur í lungum sé ill- eða góðkynja (mynd 3). Jáeindaskönnun er ekki áreiðanleg rannsókn við mat á hnútum undir 8 mm á stærð og nýtist sömuleiðis illa við mat á hélubreytingum.[10] Fyrir stærri þétta hnúta er hún hins vegar áreiðanleg rannsókn og er jákvætt og neikvætt forspárgildi um 90%.[11] Því er í flestum tilvikum talið óhætt að fylgja eftir hnútum sem ekki lýsa upp við rannsókn í jáeindaskanna.[12]

Mynd 3: Tölvusneiðmyndir sem sýna æxli í neðri hluta hægra lunga (a), sem lýsir upp á jáeindaskanna (b).

Staðbundnar bólgubreytingar geta gefið falskt jákvæðar niðurstöður á jáeindaskanna, á meðan lítil æxli eða íferðir með lítilli efnaskiptavirkni, eins og kirtilfrumukrabbamein í formi hélubreytinga, geta gefið falskt neikvætt svar.[13] Yfirleitt er mælt með sýnatöku úr hnútum sem taka upp sporefni á jáeindaskanna til að staðfesta að um krabbamein sé að ræða.[14] Um sýnatöku er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?

Tilvísanir:
  1. ^ NICE guidelines on Lung cancer (NG122): diagnosis and management, march 2019.
  2. ^ Orrason AW, Sigurdsson MI, Baldvinsson K, Thorsteinsson H, Jonsson S, Gudbjartsson T. Incidental detection by computed tomography is an independent prognostic factor for survival in patients operated for nonsmall cell lung carcinoma. ERJ Open Res. 2017;3(2).
  3. ^ Jeong YJ, Yi CA, Lee KS. Solitary pulmonary nodules: detection, characterization, and guidance for further diagnostic workup and treatment. AJR Am J Roentgenol. 2007;188(1):57-68.
  4. ^ MacMahon H, Naidich DP, Goo JM, Lee KS, Leung ANC, Mayo JR, et al. Guidelines for Management of Incidental Pulmonary Nodules Detected on CT Images: From the Fleischner Society 2017. Radiology. 2017;284(1):228-243.
  5. ^ Wahbah M, Boroumand N, Castro C, El-Zeky F, Eltorky M. Changing trends in the distribution of the histologic types of lung cancer: a review of 4,439 cases. Ann Diagn Pathol. 2007;11(2):89-96.
  6. ^ Naruke T, Tsuchiya R, Kondo H, Nakayama H, Asamura H. Lymph node sampling in lung cancer: how should it be done? Eur J Cardiothorac Surg. 1999;16 Suppl 1:S17-24
  7. ^ Gudmundsson G JH. Hnútar í lungum og eftirfylgni þeirra. Læknablaðið. 2020;106(4):214.
  8. ^ Sama heimild og í nr. 4.
  9. ^ Sama heimild og í nr. 4.
  10. ^ Groheux D, Quere G, Blanc E, Lemarignier C, Vercellino L, de Margerie-Mellon C, et al. FDG PET-CT for solitary pulmonary nodule and lung cancer: Literature review. Diagn Interv Imaging. 2016;97(10):1003-1017.
  11. ^ Sama heimild og í nr. 10.
  12. ^ Sama heimild og í nr. 10.
  13. ^ Sama heimild og í nr. 10.
  14. ^ Sama heimild og í nr. 10.

Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Myndin kemur úr sama riti. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar.

Höfundar

Hrönn Harðardóttir

lungnalæknir og doktorsnemi við læknadeild HÍ

Pétur H. Hannesson

yfirlæknir röntgendeildar Landspíta

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

12.4.2024

Spyrjandi

Björn

Tilvísun

Hrönn Harðardóttir, Pétur H. Hannesson og Tómas Guðbjartsson. „Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86467.

Hrönn Harðardóttir, Pétur H. Hannesson og Tómas Guðbjartsson. (2024, 12. apríl). Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86467

Hrönn Harðardóttir, Pétur H. Hannesson og Tómas Guðbjartsson. „Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86467>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?
Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1]

Mynd 1: Röntgenmynd af lungum sem sýnir þéttingu efst í hægra lunga (a), sem einnig sést vel á tölvusneiðmyndum (b,c), og lýsir upp í jáeindaskanna (d).

Myndrannsóknir á lunga

Tölvusneiðmyndir er helsta rannsóknin til greiningar á lungnakrabbameini, en í sumum tilvikum hafa sjúklingar áður greinst með íferð eða æxli á hefðbundinni lungnamynd (mynd 1). Lungnabólga sem erfiðlega gengur að meðhöndla eða íferðir sem ekki hverfa á meðferð ættu að vekja grun um lungnakrabbamein. Hluti lungnakrabbameina (allt að 30%) greinast fyrir tilviljun við myndrannsóknir hjá einkennalausum einstaklingum[2] og er þá oftast um stakan hnút að ræða. Hnútur í lungum (minni en 3 cm) getur verið þéttur (e. solid) eða hélulíkur án þétts hluta (e. ground glass), eða þéttur að hluta.

Eftirlit og uppvinnsla á hnútum fer eftir stærð þeirra, útliti og áhættuþáttum sjúklings eins og aldri og reykingasögu. Líkur á krabbameini aukast með stærð og auknum þéttleika hnútsins. Óbreytt stærð í tvö ár er almennt talið merki um að þéttur hnútur sé ólíklega illkynja.[3][4] Dreifðir hnútar í báðum lungum ættu að vekja grun um meinvörp frá illkynja æxlum utan brjósthols, en stakir hnútar geta einnig verið meinvörp.[5] Alþjóðleg samtök röntgenlækna (Fleichner Society) gefa út klínískar leiðbeiningar um eftirfylgni á hnútum í lungum. [6][7]

Mynd 2: Tölvusneiðmyndir af lunga sem sýnir hnúta í lungum með mismiklum þéttleika sem eftir sýnatöku reyndust báðir vera lungnakrabbamein; þéttur hnútur (a) og hálfþéttur hnútur (b).

Mælt er með tölvusneiðmynda-eftirliti ef hnútar eru 6-8 mm að stærð en ráðlagt er að íhuga frekari rannsóknir ef þeir eru 8 mm eða stærri, til dæmis með jáeindaskönnun, eða fá vefjasýni með ástungu. Annars er mælt með eftirliti innan þriggja mánaða. Hnútum undir 6 mm að stærð þarf í sumum tilfellum að fylgja eftir, sérstaklega ef áhætta á krabbameini er aukin (margir hnútar, og mikil reykingasaga).[8] Á síðustu árum hefur athyglin beinst að vel afmarköðum hélubreytingum, en stór hluti þeirra reynist hægt vaxandi kirtilfrumukrabbamein eða forstig krabbameins (lat. carcinoma in situ). Þess vegna er ráðlagt að fylgja hélubreytingum eftir lengur, eða í allt að fimm ár.[9]

Jáeindaskanni er myndrannsókn sem notast við sporefni sem sýnir brennslu sykurs í frumum og er gagnleg til að meta hvort hnútur í lungum sé ill- eða góðkynja (mynd 3). Jáeindaskönnun er ekki áreiðanleg rannsókn við mat á hnútum undir 8 mm á stærð og nýtist sömuleiðis illa við mat á hélubreytingum.[10] Fyrir stærri þétta hnúta er hún hins vegar áreiðanleg rannsókn og er jákvætt og neikvætt forspárgildi um 90%.[11] Því er í flestum tilvikum talið óhætt að fylgja eftir hnútum sem ekki lýsa upp við rannsókn í jáeindaskanna.[12]

Mynd 3: Tölvusneiðmyndir sem sýna æxli í neðri hluta hægra lunga (a), sem lýsir upp á jáeindaskanna (b).

Staðbundnar bólgubreytingar geta gefið falskt jákvæðar niðurstöður á jáeindaskanna, á meðan lítil æxli eða íferðir með lítilli efnaskiptavirkni, eins og kirtilfrumukrabbamein í formi hélubreytinga, geta gefið falskt neikvætt svar.[13] Yfirleitt er mælt með sýnatöku úr hnútum sem taka upp sporefni á jáeindaskanna til að staðfesta að um krabbamein sé að ræða.[14] Um sýnatöku er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?

Tilvísanir:
  1. ^ NICE guidelines on Lung cancer (NG122): diagnosis and management, march 2019.
  2. ^ Orrason AW, Sigurdsson MI, Baldvinsson K, Thorsteinsson H, Jonsson S, Gudbjartsson T. Incidental detection by computed tomography is an independent prognostic factor for survival in patients operated for nonsmall cell lung carcinoma. ERJ Open Res. 2017;3(2).
  3. ^ Jeong YJ, Yi CA, Lee KS. Solitary pulmonary nodules: detection, characterization, and guidance for further diagnostic workup and treatment. AJR Am J Roentgenol. 2007;188(1):57-68.
  4. ^ MacMahon H, Naidich DP, Goo JM, Lee KS, Leung ANC, Mayo JR, et al. Guidelines for Management of Incidental Pulmonary Nodules Detected on CT Images: From the Fleischner Society 2017. Radiology. 2017;284(1):228-243.
  5. ^ Wahbah M, Boroumand N, Castro C, El-Zeky F, Eltorky M. Changing trends in the distribution of the histologic types of lung cancer: a review of 4,439 cases. Ann Diagn Pathol. 2007;11(2):89-96.
  6. ^ Naruke T, Tsuchiya R, Kondo H, Nakayama H, Asamura H. Lymph node sampling in lung cancer: how should it be done? Eur J Cardiothorac Surg. 1999;16 Suppl 1:S17-24
  7. ^ Gudmundsson G JH. Hnútar í lungum og eftirfylgni þeirra. Læknablaðið. 2020;106(4):214.
  8. ^ Sama heimild og í nr. 4.
  9. ^ Sama heimild og í nr. 4.
  10. ^ Groheux D, Quere G, Blanc E, Lemarignier C, Vercellino L, de Margerie-Mellon C, et al. FDG PET-CT for solitary pulmonary nodule and lung cancer: Literature review. Diagn Interv Imaging. 2016;97(10):1003-1017.
  11. ^ Sama heimild og í nr. 10.
  12. ^ Sama heimild og í nr. 10.
  13. ^ Sama heimild og í nr. 10.
  14. ^ Sama heimild og í nr. 10.

Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Myndin kemur úr sama riti. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar....