Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu? sést Kínamúrinn ekki með berum augum frá tunglinu. Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið sagðist ekki hafa séð múrinn frá tunglinu. En Kínamúrinn sést engu að síður úr geimnum. Geimfarar sem eru á sporbaug um jörðu sjá Kínamúrinn. Og eins og fram kemur á heimasíðu Nasa sjá geimfarar einnig önnur mannvirki á jörðinni. Stórir flugvellir, brýr, risastór skip á höfunum og risastórar byggingar sjást með berum augum úr geimskutlum sem eru á sporbaug um jörðu.
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.