Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 202 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að tala við dýr?

Það er auðvitað vel hægt að tala við dýr en spyrjandi hefur sennilega í huga hvort að dýrin skilji það sem við segjum. Við vitum flest að það er hægt að kenna sumum dýrum að bregðast við tali okkar á ákveðinn hátt. Hundar geta til dæmis sótt spýtuna sem við köstuðum þegar við segjum 'sæktu' og hlýðnir hundar se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani?

Bæði þessar hundakyn eru mjög hávaxin og líklega þau hávöxnustu sem þekkjast. Samkvæmt stöðlum Bandaríska hundaræktarsambandsins (American Kennel Club) er æskileg hæð yfir herðakamb á stórdanahundum um 81 cm og á tíkum 76 cm. Þyngd hundanna er um 80-85 kg. Hér sést írskur úlfhundur til vinstri og stórdani til h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?

Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru tíkur oftast með marga spena?

Eitt helsta einkenni spendýra er að ungviðið er alið á mjólk sem drukkin er úr spenum. Nefdýr eru reyndar undantekning þar sem kvendýrin hafa ekki spena heldur er op mjólkurkirtlanna við þykk hár sem ungviðið sýgur. Fjöldi spena er afar mismunandi á milli tegunda en er gjarnan nokkuð nálægt þeim meðalfjölda afkvæm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Svitna svín?

Upprunalega spurningin var: Ég hef oft heyrt sagt að einhver 'svitni eins og svín', en svitna svín? Dýr hafa ýmsar leiðir til þess að stjórna líkamshitanum. Flest spendýr hafa svitakirtla og geta svitnað að einhverju leyti en afar fáar tegundir treysta á þessa aðferð til þess að stýra líkamshitanum og þá fyr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað ræður kyni barns?

Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar. Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfrum...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða kenningu um alheiminn hélt Gíordanó Brúnó fyrstur fram?

Heimspekingurinn Gíordanó Brúnó (1548–1600) hélt fyrstur manna að því er vitað er fram þeirri stórkostlegu kenningu að önnur sólkerfi væru til en okkar eigið: stjörnurnar væru sólir sem umhverfis sveimuðu jarðhnettir eins og okkar eina jörð. Brúnó er einnig talinn merkur hugsuður fyrir kenningar sínar um óenda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?

Í örstuttu máli þá er mjög lítill útlitsmunur á kven- og karlhröfnum. Í líffræði er talað um kynbundna tvíbreytni, kyntvíbreytni eða kynferðistvímyndun (e. sexual dimorphism) þegar kerfisbundinn munur er á útliti eða atferli kynja sömu tegundar. Kynbundin tvíbreytni er mjög algeng og birtist á ýmsan hátt. Til ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?

Algengt er að segja að eitt mannsár jafngildi sjö hundaárum. Þetta er þó ónákvæmt, bæði af því að hundar verða misgamlir eftir því af hvaða kyni þeir eru og vegna þess að fyrstu ár ævi sinnar eldast hundar hraðar en menn. Þannig verða stærstu hundarnir að meðaltali sjö til átta ára gamlir en þeir minnstu lifa o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa hundar klær?

Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum. Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru refir skyldir köttum?

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?

Málshátturinn það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins er vel þekktur í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Hann kemur reyndar ekki fyrir í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830 en hans er getið í málsháttasafni Hallgríms Schevings sem prentað var sem fy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?

"Pish for thee, Iceland Dog! thou prick-eared cur of Iceland!" ("Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!") (úr leikritinu Hinrik V. eftir William Shakespeare) Íslenski fjárhundurinn nýtur mikillar sérstöðu í heimi hundaræktenda enda hefur þetta afbrigði verið einangrað frá öðrum afbrigðum hunda í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er einhver munur á gáfum katta og hunda? Hvort þeirra má skilgreina sem gáfaðra dýr?

Eflaust er hér um að ræða eitt allra mesta þrætuefni gæludýraeigenda í dag. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum var spurt hvert fólk telji vera greindasta húsdýrið og svöruðu flestir að hundar væru það en næst í röðinni komu kettir. En spurningin er ekki aðeins líffræðileg heldur líka heimspekileg, samanber s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá hvalir liti?

Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali. Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nem...

Fleiri niðurstöður