Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 137 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?

Í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, nr. 50/1993, er tilgreint hvernig standa á að útgáfu reikninga í viðskiptum og sérstaklega hvernig halda á utan um og tilgreina greiðslur á virðisaukaskatti. Almenna reglan er að við sölu á skattsky...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?

Munur er á annars vegar stundargengi (e. spot rate) og hins vegar framvirku gengi (e. forward rate) gjaldmiðla. Stundargengi er það gengi, sem fæst í viðskiptum ef gjaldmiðlarnir eru afhentir strax (í framkvæmd er oft miðað við afhendingu innan eins eða tveggja daga). Framvirka gengið er það gengi, sem fæst ef sam...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...

category-iconLögfræði

Ef ég á helmingseign í húsi með kunningja mínum, get ég þá gert honum kauptilboð sem hann verður að taka eða kaupa mig ella út á sama verði?

Það er meginregla í íslenskum rétti að samningafrelsi gildir. Menn geta samið um það sem þeim dettur í hug á því formi sem þeim finnst hentugast, svo lengi sem báðir eru sammála. Á sama hátt er það meginregla að almennt er ekki hægt að krefjast þess einhliða að einhver geri við mann samning og því síður hægt að ák...

category-iconHagfræði

Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur...

category-iconFélagsvísindi

Er viturlegt að fjárfesta í evrum?

Spurningu eins og þessari verður að sjálfsögðu ekki svarað með já-i eða nei-i. Svarið fer meðal annars eftir markmiðum fjárfestisins, aðstæðum hans og kunnáttu. Þegar fjárfestingin er veruleg er fólki eindregið ráðlagt að fylgjast vel með gangi mála kringum þann miðil sem valinn er. *** Sá sem ætlar að leggj...

category-iconFélagsvísindi

Hver var hugmyndafræði íhaldsstefnunnar og hverjir voru upphafsmenn hennar? Hvert var upphaf hennar og hverjar voru afleiðingarnar?

Íhaldsstefna í núverandi mynd var fyrst sett fram í riti Edmunds Burkes um frönsku stjórnarbyltinguna, Reflections on the Revolution in France, árið 1790. Burke lagði áherslu á þróun fremur en snögg umskipti, á reynsluvit kynslóðanna fremur en einstaklingsbundna skynsemi, á virðingu fyrir venjum og siðum fremur en...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?

Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?

Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku. Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasve...

category-iconStærðfræði

Hver fann upp tölurnar?

Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...

category-iconHugvísindi

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er orðið refskák dregið?

Refskák er sérstakt tafl sem tveir tefla. Góð lýsing er á leikreglum í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu til á 19. öld. Refskák er lýst í öðrum hluta verksins á blaðsíðu 298-299. Yfirleitt áttu menn ekki sérstakt taflborð heldur krítuðu á fjöl eð...

category-iconVísindi almennt

Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?

Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er séríslenskt?

Þetta er snúin spurning. Þó má draga fram nokkur atriði sem gætu réttlætt þessa einkunn: Eitthvað hefur orðið til á Íslandi og hvergi annars staðar. Eitthvað hefur flust til Íslands og varðveist þar en horfið annars staðar. Eitthvert fjölþjóðlegt fyrirbæri hefur fengið sérstætt snið á Íslandi. Áður en f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heilar og ræðar tölur?

Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...

Fleiri niðurstöður