Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 100 svör fundust
Hvenær ríktu Rómverjar?
Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar ná...
Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?
Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem ...
Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum?
Colosseum er án nokkurs vafa frægasta mannvirki Rómverja og sennilega frægasta mannvirki á Ítalíu fyrr og síðar. Það var stærst allra hringleikahúsa (amphitheatrum) Rómaveldis þótt það væri alls ekki stærsti leikvangurinn. Til dæmis tók Circus Maximus að minnsta kosti fimm sinnum fleiri áhorfendur í sæti. Eins og ...
Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?
Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans. Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en...
Af hverju eru annar og þriðji stærsti kaupstaður landsins við hliðina á höfuðborginni á Íslandi?
Þegar skoðuð er saga byggðar á Íslandi almennt og sér í lagi á Reykjavíkursvæðinu þurfa menn að byrja á að gera sér ljóst að aðstæður til þéttbýlismyndunar eru sérlega góðar kringum Reykjavík. Þar er eitt af allra bestu hafnarstæðum landsins, heitt vatn og kalt innan seilingar, nóg landrými á láglendi, hentug flug...
Hvenær gaus Hofsjökull síðast?
Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt. Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar m...
Hvernig er styrja veidd?
Eiginlegar styrjur eru allar tegundir innan ættarinnar Acipenseridae og undirættarinnar Acipenserinae. Til þessarar undirættar teljast tuttugu og ein tegund sem flokkaðar eru í tvær ættkvíslir, Acipenser (19 tegundir) og Huso (2 tegundir). Þetta eru ákaflega stórvaxnar fisktegundir, mælast venjulega frá 250 til 35...
Af hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann?
Ein merkasta uppgötvun í jarðfræði á 18. öld var ef til vill sú að öll ferli í náttúrunni eru í hringrás – og þannig óendanleg í eðli sínu. Vatn gufar upp í hitabeltinu og berst til hærri breiddargráða þar sem það fellur aftur til jarðar sem regn eða snjór. Á landi leysir efnaveðrun salt og önnur efni úr berginu o...
Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...
Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?
Alls þekja stöðuvötn um 2.757 km2 af yfirborði Íslands eða sem samsvarar 2,68% af flatarmáli landsins. Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir flatarmál helstu stöðuvatna landsins: 1.Þórisvatn (vatnsmiðlun)83-88 km2 2.Þingvallavatn82 km2 3.Lögurinn53 km2 4.Mývatn37 km2 5.Hvítárva...
Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?
Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 teg...
Sýna hitamælar í bílum rétt hitastig?
Bílar eru ekki kjörstaðir til lofthitamælinga en engu að síður má hafa bæði gagn og gaman af hitamælingum í akstri. Upphaflega hugmyndin með mælingum á lofthita í akstri var sú að gagnlegt er að sjá af mæli hvort frost eða frosthætta er við vegyfirborð. Mælarnir eru að þessu leyti hugsaðir sem öryggistæki og hafa ...
Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...
Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?
Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...
Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?
Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...