Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 156 svör fundust

category-iconLögfræði

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Spurningin lýtur að því hvort löggæslufólki sé óheimilt að framfylgja skipunum af tveimur ólíkum ástæðum, það er annars vegar þegar það telur að skipun brjóti gegn siðferðisvitund sinni og hins vegar þegar það telur að hún sé mögulega ólögmæt. Fyrst verður vikið að síðari ástæðunni og mestu púðri eytt í hana en sv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim?

Áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim má flokka í þrennt. Í fyrsta lagi geta þeir haft áhrif á borholurnar sjálfar, í öðru lagi á gæði vatnsins og í þriðja lagi hafa spennubreytingar í jarðskorpunni áhrif á þrýsting í grunnvatns- og jarðhitakerfum sem endurspeglast í breytingum á vatnsborði í borholum. Á...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Svavars Jóhanns: Af hverju eru sumir kennarar leiðinlegir? Í skýrslum um dánarorsakir á Íslandi undanfarna fimm áratugi má meðal annars finna ýmiss konar slys og sjúkdóma. Hins vegar er hvergi getið um dánarorsökina “leiðindi í dönskutíma.” Í ljósi þess að á hverju ári si...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?

Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er jihad?

Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir...

category-iconHeimspeki

Er illu best aflokið?

Það er margt sem bendir til þess að illu sé einmitt best aflokið. Eins og til dæmis að skrifa loksins þetta svar fyrir Vísindavefinn við spurningu sem barst vefnum fyrir löngu. Nokkur sannindi virðast yfirleitt felast í málsháttum. Sykurvíma páskaeggjaneyslu gæti vissulega spilað inn í sannfæringarkraft þeirra en ...

category-iconVísindafréttir

Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn

Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi. Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar hákarl er bláháfur og er hann hættulegur mönnum?

Bláháfurinn (Prionace glauca) er stór uppsjávarhákarl en getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi, til dæmis í fæðuleit. Vaxtarlag hans er skýr aðlögun að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt. Bláháfur er meðal hraðskreiðustu fiska og hafa vísin...

category-iconSálfræði

Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?

Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skyn...

category-iconLæknisfræði

Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?

Í svari Evu Benediktsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama? er veirum lýst svo:Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt ...

category-iconHeimspeki

Hvenær verða tré að skógi?

Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...

category-iconStjórnmálafræði

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið? Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar er...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað?

Kristín Jónsdóttir er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er einnig virk í vísindaráði Almannavarna, heldur iðuglega erindi á íbúafundum víða um land og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið Kristínar ...

category-iconHugvísindi

Hvernig vita fornleifafræðingar hvar þeir eiga að grafa þegar þeir leita að fornleifum?

Það getur verið vandaverk að staðsetja uppgraftarsvæði þannig að svör fáist við þeim spurningum sem lagt er upp með í fornleifarannsókn. Stundum er það tiltölulega einfalt, til dæmis þegar rannsaka á byggingar sem ennþá sést móta fyrir, en þá getur samt verið álitamál hversu langt út fyrir veggi uppgröfturinn er l...

category-iconBókmenntir og listir

Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?

Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...

Fleiri niðurstöður