Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 229 svör fundust
Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn?
Í blóði eru mörg hundruð efni sem hægt er að mæla, meðal annars er hægt að telja og mæla rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur. Allir þættir blóðs þurfa að vera í réttu magni og hlutfalli til þess að við séum heilbrigð. Blóðrannsókn er mikilvægur hluti greiningar á sjúkdómum þar sem þeir valda oft röskun á þe...
Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?
Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...
Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvar...
Er hægt að eyða líkamshárum varanlega?
Eins og fram kemur í pistli Hrannar Guðmundsdóttur, hjúkrunarstjóra Laser-lækninga ehf., á doktor.is og í svörum um háreyðingu á sama vef er mögulegt að eyða líkamshárum varanlega með leysitækni. Meðferðin byggist á því að laska hársekkina með því að beina að þeim nógu háum hita í formi ljósgeisla og koma þa...
Hvað gerist í líkamanum þegar maður fær marbletti?
Við fáum marbletti ef högg sem lendir á líkamanum nær til mjúku vefjanna sem eru undir húðinni. Það sem gerist þá er að litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofna og blóð lekur úr þeim. Í kjölfarið safnast rauðkorn fyrir undir húðinni og við sjáum þau sem blá, fjólublá, rauð eða svört nálægt þeim stað sem höggi...
Af hverju eru laufblöðin ekki blá og hvít?
Við þessari spurningu eigum við ágætt svar eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? kemur fram að blaðgræna í plöntum gleypir í sig rautt og blátt ljós og nýtir við ljóstillífun. Ennfremur segir í svarinu:Það sem plantan notar ekki eru...
Af hverju grænkar grasið á sumrin en verður grárra á veturna?
Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun. Nánar má lesa um græna litinn og ljóstillífun í svari Kesara Anamthawat-Jónsson við spurningunni: Hvers vegna er...
Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?
Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...
Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?
Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...
Af hverju eru blóm í mörgum litum?
Litir blómplantna hafa orðið til vegna tugmilljón ára samþróunar blómplantna og þeirra dýra sem þær reyna að laða að sér. Litskrúðugar blómplöntur eiga meiri möguleika á að laða til sín dýr sem sjá þá um frævun plöntunnar. Fjöldi plantna af öllum stærðum og gerðum eru til og blómin geta verið ótrúlega litskrúðug. ...
Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar?
Þegar fjallað er um hvít litaform í dýraríkinu þá er nauðsynlegt að fjalla um eðli slíkra forma. Hvítingjar hjá fjölda tegunda eru vel þekktir. Meðal annars er þetta þekkt hjá hrossum (Equus caballus), hröfnungum (Corvidae), kattardýrum (Felidae), hundum (Canis familiaris) og nautgripum (Bos sppl.). Orsökin fyr...
Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?
Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...
Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?
Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna. Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist ...
Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?
Gyðingakökur eru kringlóttar smákökur úr ljósu deigi með söxuðum möndlum og perlusykri ofan á. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur segir um nafnið á kökunum: þýðing úr dönsku, jødekager, og í matreiðslubók maddömu Mangor frá 1836 eru tvær útgáfur af kökunum, svo að þær hafa þá verið alkunnar í Danmö...
Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881
Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólab...