Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð?

EDS

Hrísgrjónagrauturinn er ekki íslensk uppfinning heldur hefur lengi tíðkast að gera einhvers konar útgáfu af graut eða búðingi úr grjónum og mjólk víða um heim. Það er heldur ekkert einsdæmi að borða slíkan graut til hátíðabrigða eins og lengi tíðkaðist hér á landi. Í svari Hallgerðar Gísladóttur við spurningunni Hver er saga jólagrautsins á Íslandi? kemur fram að þessi hefð sé komin hingað frá Danmörku rétt eins og svo margt annað í matarmenningu þjóðarinnar.

Grjónagrautur er hluti af hefðbundnum jólamat í Skandinavíu og kallast þá sundum julegröt/julegrøt/julegrød eða tomtegröt/nissegrød.

Í bók Nönnu Rögnvaldsdóttur Matarást er fjallað um hrísgrjónagraut og jólagraut og þar segir:
Hrísgrjónagrautur er hefðbundinn jólamatur í Skandinavíu og er þar yfirleitt um að ræða einfaldan mjólkurgraut, þar sem grjónin eru hægsoðin í mjólk, stundum með smjörklípu, gjarna í a.m.k. klukkustund. Grauturinn er síðan saltaður og borinn fram með kanelsykri og oftast er líka gerð laut í hann og smjörklípa sett í hana. Venja er að setja eina heila möndlu í grautinn. Algengast er að sá sem finnur hana fái smágjöf, möndlugjöfina, en sumstaðar ríkti t.d. sú trú að sá sem fengi möndluna yrði genginn í hjónaband fyrir næstu jól.

Grauturinn er ýmist borinn fram með kaldri mjólk, berjasaft eða saftsósu. Í Danmörku var hann yfirleitt borinn fram á undan jólasteikinni en annars staðar sem eftirréttur.

Um grjónagraut á Íslandi hefur Nanna svo þetta að segja:
Grautur úr einhvers konar grjónum eða korni, ekki endilega hrísgrjónum, var einhver mesti hátíðarréttur Íslendinga á nítjándu öld og borinn fram t.d. á jólum, á sumardaginn fyrsta eða þegar haldin voru töðugjöld. Skírdagsgrautur og páskagrautur voru einnig þekktir, a.m.k. sunnanlands. Var þá soðinn hnausþykkur hrísgrjóna- eða bankabyggsgrautur úr mjólk, en ekki mjólkurblandi eða undanrennu, eins og annars var venja. Stundum var jafnvel blandað rjóma í mjólkina. Grauturinn var látinn sjóða lengur en vant var og er sagt að hann hafi stundum verið rauðseyddur. Í hann voru oft settar rúsínur og hann var síðan borinn fram með smjöri og kanelsykri eða stundum sírópsblandaðri mjólk.

Leifar af þessum grautarveislum má enn sjá í jólagrautnum, sem borðaður er á stöku heimili, þótt hrísgrjónaábætirinn ris à l´amande hafi víðast hvar tekið við hlutverki hans. Annars er grjónagrautur hversdagsmatur en raunar mun sjaldséðari en var fyrir fáeinum áratugum, þegar einhver grautur eða súpa var hluti af flestum máltíðum hérlendis.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.12.2010

Síðast uppfært

4.10.2021

Spyrjandi

Hrólfur Leó Jóhannesson

Tilvísun

EDS. „Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2010, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55938.

EDS. (2010, 21. desember). Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55938

EDS. „Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2010. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55938>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð?
Hrísgrjónagrauturinn er ekki íslensk uppfinning heldur hefur lengi tíðkast að gera einhvers konar útgáfu af graut eða búðingi úr grjónum og mjólk víða um heim. Það er heldur ekkert einsdæmi að borða slíkan graut til hátíðabrigða eins og lengi tíðkaðist hér á landi. Í svari Hallgerðar Gísladóttur við spurningunni Hver er saga jólagrautsins á Íslandi? kemur fram að þessi hefð sé komin hingað frá Danmörku rétt eins og svo margt annað í matarmenningu þjóðarinnar.

Grjónagrautur er hluti af hefðbundnum jólamat í Skandinavíu og kallast þá sundum julegröt/julegrøt/julegrød eða tomtegröt/nissegrød.

Í bók Nönnu Rögnvaldsdóttur Matarást er fjallað um hrísgrjónagraut og jólagraut og þar segir:
Hrísgrjónagrautur er hefðbundinn jólamatur í Skandinavíu og er þar yfirleitt um að ræða einfaldan mjólkurgraut, þar sem grjónin eru hægsoðin í mjólk, stundum með smjörklípu, gjarna í a.m.k. klukkustund. Grauturinn er síðan saltaður og borinn fram með kanelsykri og oftast er líka gerð laut í hann og smjörklípa sett í hana. Venja er að setja eina heila möndlu í grautinn. Algengast er að sá sem finnur hana fái smágjöf, möndlugjöfina, en sumstaðar ríkti t.d. sú trú að sá sem fengi möndluna yrði genginn í hjónaband fyrir næstu jól.

Grauturinn er ýmist borinn fram með kaldri mjólk, berjasaft eða saftsósu. Í Danmörku var hann yfirleitt borinn fram á undan jólasteikinni en annars staðar sem eftirréttur.

Um grjónagraut á Íslandi hefur Nanna svo þetta að segja:
Grautur úr einhvers konar grjónum eða korni, ekki endilega hrísgrjónum, var einhver mesti hátíðarréttur Íslendinga á nítjándu öld og borinn fram t.d. á jólum, á sumardaginn fyrsta eða þegar haldin voru töðugjöld. Skírdagsgrautur og páskagrautur voru einnig þekktir, a.m.k. sunnanlands. Var þá soðinn hnausþykkur hrísgrjóna- eða bankabyggsgrautur úr mjólk, en ekki mjólkurblandi eða undanrennu, eins og annars var venja. Stundum var jafnvel blandað rjóma í mjólkina. Grauturinn var látinn sjóða lengur en vant var og er sagt að hann hafi stundum verið rauðseyddur. Í hann voru oft settar rúsínur og hann var síðan borinn fram með smjöri og kanelsykri eða stundum sírópsblandaðri mjólk.

Leifar af þessum grautarveislum má enn sjá í jólagrautnum, sem borðaður er á stöku heimili, þótt hrísgrjónaábætirinn ris à l´amande hafi víðast hvar tekið við hlutverki hans. Annars er grjónagrautur hversdagsmatur en raunar mun sjaldséðari en var fyrir fáeinum áratugum, þegar einhver grautur eða súpa var hluti af flestum máltíðum hérlendis.

Heimildir og mynd:

...