Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 160 svör fundust
Hvaðan kemur baskneska?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum? Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar...
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Ceres?
Hér er að nokkru leyti einnig svarað spurningu Karenar Pétursdóttur: Ceres var gyðja í rómverskri goðafræði, hvert var hlutverk hennar og hver eru hennar helstu einkenni? Ceres var rómversk gyðja, ítölsk að uppruna, og var einkum dýrkuð á Aventínusarhæð í Róm. Ceres var aðallega talin tengjast sköpunarmætti nátt...
Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?
Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...
Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?
Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...
Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?
Borgin sem nú nefnist Istanbúl og er í Tyrklandi var stofnuð af Grikkjum frá borginni Megara árið 667 fyrir Krist. Hún var verslunarborg og vel staðsett við sjóleiðina um Sæviðarsund (Bosporos) á milli Eyjahafs og Svartahafs. Í upphafi nefndist borgin Byzantion. Nafnið er ekki grískt og er talið af þrakverskum ...
Hvað eru meginreglur laga?
Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...
Af hverju köllum við landið Magyarország Ungverjaland?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Er vitað út af hverju Íslendingar kalla Hungary Ungverjaland, en landið heitir Magyarország? Kveðja frá Ungverjalandi (Sverrir). Ef Ungverjaland heitir Hungary á ensku, af hverju heitir það ekki 'Hungverjaland' á íslensku? (Vífill). Fyrir Krists burð áttu meðal anna...
Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli?
Nafnið Tellus er komið úr rómverskri goðafræði. Tellus eða Terra Mater (Móðir jörð), eins og hún var líka kölluð, var jarðargyðja. Ef Rómverjar vildu betri uppskeru tilbáðu þeir Tellus. Hof tileinkað henni var reist á Pacis-torgi í Róm árið 268 f.Kr. Eins og flestir rómverskir guðir á Tellus sér hliðstæðu í grísku...
Hvaðan kemur orðið hundadagar?
Í íslenska almanakinu er orðið hundadagar notað yfir tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst en þeir voru áður taldir vera frá 23. júlí til 23. ágúst. Rómverjar nefndu hundadaga dies caniculares og sóttu hugmyndina til Grikkja sem tengdu sumarhita tímabilsins við tilkomu Síríusar á morgunhimninum um sama leyti. Sí...
Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?
Nafnið Þýskaland er dregið af þjóð, en þýðverskur merkir hið sama og þýskur, samanber fornháþýsku diutisc sem merkti ‚alþýðlegur‘, en á gotnesku var orðmyndin þiudisks og merkti ‚heiðinn‘. Skylt þessum myndum er deutsch í Deutschland og tysk í Tyskland. Orðið Dutch ‚hollenskur‘ var notað í ensku á 15. og 16. öld í...
Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?
Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier. Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda o...
Hver fann upp hnífapörin?
Hér er einnig svarað spurningu Þorbjargar:Hvar og hvenær voru hnífapörin fundin upp og hvenær fór almenningur að nota þau? Yfirleitt er átt við hníf og gaffal þegar talað er um hnífapör, þó skeiðar séu stundum taldar með eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju tölum við um hnífapör...
Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hver er munurinn á málmunum kopar og eir, ég sé að annar er gylltur en hinn bronslitaður? Hver fann upp koparinn og hvernig er nafnið kopar tilkomið? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því og kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfi...
Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?
Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...
Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?
Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...