Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 870 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að óbó er notað til að gefa tóninn í upphafi tónleika sinfoníuhljómsveita, og önnur hljóðfæri stilla sig eftir? Gestir sinfóníutónleika hafa eflaust tekið eftir því að áður en hljómsveitin hefur leik sinn þarf hún að stilla sig saman. Þetta er...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvort snýst jörðin 15,00 eða 15,04 gráður á klukkustund?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Jörðin snýst 360 gráður á sólahring, þar af leiðandi 15 gráður á klst. Nú var ég að lesa í bók að jörðin snúist 15,04 gráður á klst. Ef það er rétt þá ætti hún að hafa farið einni gráðu lengra á 20 klst. og þar af leiðandi ætti 12 á hádegi að birtast okkur sem 12 á miðnætti e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?

Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið 1/137 = 0.007299270072992700729927... fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð rafmagn til?

Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki raf...

category-iconJarðvísindi

Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?

Eldgos sem dreifa ösku og brennisteini um lofthjúp jarðar geta dregið úr styrk sólgeislunar sem nær til jarðar. Einnig eykst endurkast sólgeislunar út í himingeiminn frá ytri mörkum andrúmsloftsins. Slíkt hefur oft gerst. Sumarið 1783 var kalt um allt norðurhvel jarðar vegna þess að þá gaus í Lakagígum á Íslan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðva fyrst foreldrarnir fara á undan? Þegar ungar himbrima verða eftir á klakvötnum sínum hafa þeir ekkert til að leiðbeina sér annað en eðlisávísun og reynsluna sem þeir hafa öðlast eftir aðeins um 11 vikna umsjá foreldra sinn...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig breyti ég tommum í millímetra?

Ein tomma er nákvæmlega 2,54 cm eða 25,4 mm. Til að breyta tommum í millímetra þarf sem sagt að margfalda með þeirri tölu. Tólf tommur jafngilda einu feti sem aftur er jafnt 30,48 cm. Svona upplýsingar er auðvelt að nálgast, bæði á veraldarvef og í handbókum ýmiss konar. Heimild: Benson, Harris, 1996. Uni...

category-iconUnga fólkið svarar

Er til fjall sem heitir Paramount og ef svo er, hvar er það?

„Fjallið“ Paramount er auðvitað þekktast sem merki Paramount Pictures. Engar heimildir styðja það að Paramount sé raunverulegt fjall en fólk hefur líkt því við ýmis fjöll víða um heim. Fjallið Artesanraju í Perú er þekkt sem fyrirmynd Paramount-merkisins enda eru þau mjög lík, en þó ekki nákvæmlega eins. ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða ár mun Hekla gjósa næst?

Það er ekki hægt að vita nákvæmlega hvenær Hekla gýs næst. Þegar Hekla gaus árið 1947 töldu menn að hún gysi reglulega á 100 ára fresti. Næst hefði hún þess vegna átt að gjósa nálægt 2045. Þetta gekk ekki eftir og síðan hefur Hekla gosið 1970, 1980, 1991 og 2000. Miðað við það ætti hún að gjósa næst nálægt 2...

category-iconLandafræði

Hver er fámennasta þjóð í heimi?

Fámennast sjálfstæðra ríkja er Vatíkanið sem hefur um 921 íbúa. Næst minnst er svo Túvalú með 11.636 íbúa og svo Nárú með um 13.048 þúsund íbúa. Þessar tölur eru áætlaður íbúafjöldi í júlí 2005. Ísland, með sína 300 þúsund íbúa, er í 18. sæti yfir minnstu þjóðríki heims. Athugið að hér er í rauninni verið að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hverju eru rafeindir og róteindir?

Í svari Kristjáns Leóssonar við spurningunni Hvernig er vitað að allar rafeindir séu nákvæmlega eins? segir meðal annars:Rafeindin er ein af þeim tiltölulega fáu grundvallarögnum (öreindum) sem við teljum að heimurinn sé samsettur úr. Aðrar vel þekktar öreindir eru ljóseindir og kvarkar, en þeir síðarnefndu eru by...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð heimurinn til?

Vísindamenn vita ýmislegt um það hvernig heimurinn varð til. Alheimurinn er alltaf að þenjast út og ljóst er að í fortíðinni lá allt efni í alheiminum miklu þéttar saman. Á fyrstu augnablikum alheimsins var efnið í honum óendanlega þétt. Vísindamenn telja að þetta frumástand alheimsins hafi byrjað að þenjast út...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig má finna hvaða kúla er ekki jafnþung og hinar?

Við höfum tólf billjarðskúlur sem allar líta nákvæmlega eins út. Ellefu þeirra eru jafn þungar en ein sker sig úr. Sú er annað hvort léttari eða þyngri en hinar. Hvernig má finna út með ókvarðaðri jafnvægisvog hvaða kúla hefur aðra þyngd en hinar ásamt því að segja til um hvort hún sé léttari eða þyngri, ef við...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið - að sitja undir sjö og klóra þeim áttunda á bakinu?

Mér hefur ekki tekist að finna orðasambandið nákvæmlega í þeirri mynd sem spurt var um. Aftur á móti eru tvö vestfirsk dæmi til í söfnum Orðabókar Háskólans um að sitja ekki undir sjö og dilla þeim áttunda og eitt austfirskt um að sitja með púkana sjö og dilla þeim áttunda. Orðatiltækin virðast notuð um þá se...

category-iconJarðvísindi

Af hverju kom ísöld?

Vísindamenn vita ekki nákvæmlega hvað veldur ísöldum en nokkrir þættir sem þar koma við sögu eru meðal annars þeir að geislun sólar breytist reglubundið, efni frá eldgosum geta hindrað inngeislun sólar og hafstraumar geta breyst skyndilega. Hægt er lesa meira um þetta í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurnin...

Fleiri niðurstöður