Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 996 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?

Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra. En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er klappað og klárt?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn - var að velta fyrir mér... Hver er uppruni orðatiltækisins "klappað og klárt"? Orðatiltækið klappað og klárt er fengið að láni úr dönsku, klappet og klart, á seinni hluta 19. aldar eftir því sem best verður séð. Orðasambandið þekkist í dönsku frá því snem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er mótbárur og mótbárutap?

Orðið mótbárur er notað um andmæli gegn einhverju, t.d. koma með mótbárur, hreyfa mótbárum 'andmæla e-u'. Að baki liggur sögnin bera í sambandinu að bera á móti 'andmæla'. Sögnin er sterk og beygist í kennimyndum bera-bar-bárum-borið og er orðið (mót)bárur myndað af þriðju kennimynd. Eftir heimildum í seðlasafni O...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðið rússíbani komið og hvað merkir það eiginlega?

Orðið rússíbani er tökuorð úr dönsku. Þar heitir leiktækið rutschebane eða rutsjebane og er heitið fengið að láni úr þýsku Rutschbahn. Að baki liggur annars vegar þýska sögnin rutschen ‘renna’ og hins vegar þýska nafnorðið Bahn ‘braut’. Algengasta orðið í þýsku yfir leiktækið er þó Achterbahn. Í rússíbana renna m...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru óseyrar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru óseyrar og hvar eru stærstu óseyrar í heimi? Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess. Á mörgum erlendum tungum er orðið ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?

Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...

category-iconSálfræði

Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum?

Mannsheilinn er alsettur krumpum og slíkar heilakrumpur kallast fellingar eða gárar (ft. gyri, et. gyrus). Eins og nafnið bendir til er cingulate gyrus felling eða gári og liggur eins og gjörð utan um hvelatengslin (corpus callosum), taugabrautina sem tengir saman vinstra og hægra heilahvel. Á íslensku kallast cin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur maður sagt 'klukkan er (orðin) margt?' Hvert er þá andheitið?

Vissulega heyrist oft sagt: „klukkan er orðin margt“. Þessi notkun virðist þó ekki gömul í málinu. Hugsanlega er hér um að ræða áhrif úr dönsku, þar sem sagt er: „klokken er mange.“ Í ritmáli er algengara að skrifa: „það er orðið framorðið“ eða „það er orðið áliðið.“ Á sama hátt er algengt að heyra sagt eitthvað á...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær má vænta þess að nám í arkitektúr hefjist á Íslandi?

Þegar þetta er skrifað er væntanlegt arkitektúr-nám á Íslandi í umfjöllun hjá nefnd á vegum Menntamálaráðuneytis, og er skýrslu nefndarinnar beðið. Stærsta ákvörðunin sem fyrir liggur er sjálfsagt hvort námið verður í boði innan Háskóla Íslands eða Listaháskóla Íslands. Fyrr en það hefur verið ákveðið er fátt hægt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið lestrarhestur?

Orðið lestrarhestur er tökuorð úr dönsku læsehest og hefur verið notað að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Danmörku var orðið áður fyrr talið fremur niðrandi um þann sem mikið liggur í bókum og samheiti við bogorm sem við þekkjum sem bókaormur. Í nýjum orðabókum virðist læsehest í dönsku hafa fengið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju æla kettir hárum?

Skýringin á því að kettir kasta upp hárum liggur í því að þegar þeir þvo sér sleikja þeir feldinn með hrjúfri tungunni og þá berast hár ofan í maga þeirra. Hárin valda ertingu í maganum sem leiðir til þess að þeir skila þeim upp. Hins vegar berst eitthvað af hárum niður meltingarveginn og skilst út með saur. K...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður kul í tennurnar?

Tannkul eða viðkvæmni í tönnum getur komið fram þegar fólk borðar eða drekkur eitthvað kalt eða heitt, sætt eða súrt. Snerting við tennur getur líka í sumum tilfellum valdið sársauka og einnig ef kalt loft leikur um þær. Viðkvæmnin stafar af örvun frumna inni í örsmáum göngum sem eru í tannbeininu (e. dentin) ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er bandvídd og hvernig hefur hún aukist á Íslandi undanfarin ár?

Hugtakið bandvídd (e. bandwidth) segir til um hversu miklar upplýsingar er hægt að flytja á tímaeiningu. Hugtakið bandbreidd er einnig notað um það sama. Frá Íslandi liggja sæstrengir sem sjá um að miðla rafrænum upplýsingum til og frá landinu. Fyrirtækið Farice, sem er í eigu ríkisins, á og sér um rekstur tveg...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...

Fleiri niðurstöður