Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 129 svör fundust
Hvað var Píningsdómur?
Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...
Hvað er meðalhófsregla?
Til þess að svara þessari spurningu er vert að fjalla fyrst almennt um stjórnsýslu og stjórnsýslulög. Íslensk stjórnskipun einkennist meðal annars af þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Hlutverk stjórnvalda sem fara með framkvæmdavaldið er tvíþætt. Annars vegar sjá þau um fra...
Hver var Charles-Augustin de Coulomb og hvert var hans framlag til vísindanna?
Charles-Augustin de Coulomb var einn þekktasti vísindamaður Frakka á síðari hluta 18. aldar. Framlag hans á ýmsum sviðum eðlis- og efnisvísinda er með ólíkindum mikið og fjölbreytt. Coulomb var fæddur í bænum Angoulême í Suðvestur-Frakklandi 1736, af ættum embættis- og auðmanna. Að loknu verkfræðinámi í París s...
Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Getið þið sagt mér frá Brandenborgarkonsertum Bachs; hvar þeir voru samdir, í hvernig stíl eru þeir samdir o.s.frv.? Á árunum 1717-1723 var Johann Sebastian Bach (1685–1750) í Köthen við hirð Leópolds prins af Anhalt-Köthen. Meðal helstu verka Bachs frá árunum í Köthen er safn ...
Hvaða rannsóknir hefur Helga Rut Guðmundsdóttir stundað?
Helga Rut Guðmundsdóttir er dósent í tónlist/tónmennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa aðallega verið á sviði tónskynjunar og tónlistarþroska barna. Helga Rut er menntuð sem tónmenntakennari en lauk síðar meistara- og doktorsprófi í tónlistarmenntunarfræðum frá McGill-háskóla í Kanada....
Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?
Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...
Hvers konar planta er íslenskur einir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Get ég fengið helstu upplýsingar um íslenskan eini (plöntuna)? Einir (Juniperus communis) er eina upprunalega, innlenda barrtréð. Hann er af sýprusætt, einnig kölluð grátviðarætt (Cupressaceae). Talið að um 50-60 einitegundir séu í heiminum öllum sem skiptast svo niður...
Hvers konar tónlistarstefna er impressjónismi?
Hugtakið impressjónismi tengdist í upphafi myndlist franskra málara á síðasta fjórðungi 19. aldar. Þá tóku ýmsir listamenn upp á því að mála verk sem brutu gegn hefðbundnum stíl frásagnarmyndlistar. Í stað þess að láta málverkin túlka hefðbundna goðsögu eða annars konar frásögn, lögðu þeir aðaláherslu á ýmis konar...
Eru enn til ófundin frumefni og gæti eitthvert þeirra verið stöðugt?
Fundin hafa verið 112 frumefni. Svarið við spurningunni er í stuttu máli: Já, líklega er hægt, með miklum tilkostnaði, að búa til ný frumefni en að öllum líkindum væri ekkert þeirra stöðugt. Hér á eftir er fjallað nánar um sögu frumefnanna. Rússneski efnafræðingurinn Mendelejev lagði grunninn að lotukerfi frume...
Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?
Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...
Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?
Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...
Hver er stærsta eyjan við Ísland?
Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...
Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?
Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og...
Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...
Hver er munurinn á blossamarki, brunamarki og íkveikjumarki?
Blossamark (e. flash point), brunamark (e. fire point) og íkveikjumark (e. ignition tempterature, einnig kallað sjálfsíkveikjumark, e. autoignition temperature) eru allt hugtök sem hafa með bruna efna að gera. Við tölum um bruna þegar efni hvarfast við súrefni þannig að úr verður eldur, það er að segja það myndast...