Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 633 svör fundust
Hvers vegna eru orðin "mamma" og "pabbi" svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kínversku?
Orðin mamma og pabbi teljast til svokallaðra hjalorða, það er orða sem myndast snemma í munni barna þegar þau hjala. Rótin í orðinu mamma þekkist í flestum indóevrópskum málum. Í fornindversku var til orðið m sem merkti 'móðir'. Í sama máli merkti mm 'móðursystir'. Í fornpersnesku voru til orðin mm, mma og mam í m...
Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?
Spyrjandi bætir svo við:Eru ekki til fleiri stýrikerfi en Linux og Windows?Ef við skoðum hvaða stýrikerfi gestir Vísindavefsins nota kemur í ljós að Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburði í vinsældum. Af um 4400 gestum vikuna 6. - 12. janúar nota 94,5% einhverja útgáfu af Windows stýrikerfi, 2,5% gesta nota Lin...
Hvað er „supernova“?
Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...
Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?
Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörð...
Ef rétt er að segja þúsundir og hundruð, ætti þá ekki að segja ein þúsund rétt eins og eitt hundrað?
Orðið þúsund er bæði notað í kvenkyni og hvorugkyni. Það er líka notað sem töluorð og þá óbeygt. Það beygist því á tvennan hátt: Kvenkyn Hvorugkyn eintala nf. þúsund þúsund þf. þúsund þúsund þgf. þúsund þúsundi ef. þúsundar þúsunds fleirtala nf. þúsundir þúsund þf. þúsundir þúsund...
Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?
Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á ...
Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?
Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor. Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir v...
Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?
Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....
Af hverju hefur ljós ávallt sama hraða og hve mikil orka er fólgin í því að viðhalda þeim hraða?
Til að svara því hvers vegna ljóshraði helst jafn í tómarúmi má benda á svör Þorsteins Vilhjálmssonar við eftirfarandi spurningum: Er hraði ljóssins breytilegur? Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu? Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á sama hraða og ljósið, til ...
Geta kettir eignast hvolpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Jörðina. Þar kom fram, mér til furðu, að bæði ljón og snæhlébarðar eignast hvolpa. Því spyr ég hvernig eignast köttur hvolp?Engin ástæða er til að ætla annað en þarna sé rétt með farið um málnotkun í sjónvarpsþætti. Hins vegar er orðið ljónsungi...
Geta rottur synt?
Brúnrottan (Rattus norvegicus) er mjög vel synd en svartrottan (Rattus rattus) er hins vegar ekki jafn sterk á sundi þó sést hafi til hennar taka sundtökin. Rottur sjást oft á sundi til dæmis í höfnum og vötnum. Stundum hafa þær sést synda yfir vötn og milli hafnargarða, sundleiðir sem hafa jafnvel verið nokku...
Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?
Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...
Getið þið sagt mér allt um förufálka?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað verpir förufálki mörgum eggjum? Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum s...
Er alltaf hægt að leysa Rubik-kubb, sama hversu mikið búið er að rugla honum?
Rubik-kubbur er vinsælt leikfang sem ungverski uppfinningamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik bjó til árið 1974. Sígilda útgáfan af Rubik-kubbi samanstendur af 26 litlum teningum sem hafa mismunandi litaðar hliðar. Hægt er að snúa hverri hlið kubbsins og breyta þannig uppröðun litlu teninganna. Markmiðið með l...
Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?
Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...