Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 885 svör fundust
Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?
Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...
Hver eru lögmál Newtons?
Baldvin Sigurjónsson (f. 1985) spurði líka: Hver er Newton og hvað gerði hann? Með 'lögmálum Newtons' er venjulega átt við þrjú lögmál sem eru ævinlega kennd við hann og jafnvel ekki neitt annað. Þau eru þessi:Fyrsta lögmál Newtons, stundum einnig nefnt tregðulögmálið. Annað lögmál Newtons (um kraft og hrö...
Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?
Svarið er já; það er tvímælalaust talið hugsanlegt að menn geti lifað á öðrum plánetum. Til þess þyrfti þó vafalítið "hjálp tækninnar" eins og spyrjendur segja, að minnsta kosti fyrst í stað. Við fyrstu sýn kann að virðast nauðsynlegt að skipta svarinu í tvennt eftir því hvort átt er við reikistjörnur í sólkerf...
Hve langt frá jörðinni þarf maður að fara til að sjá ekki jörðina berum augum, það er án þess að nota kíki?
Það eru ekki allar reikistjörnur sýnilegar með berum augum en þær sem eru sýnilegar eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. En til að reikistjarna sjáist ekki með berum augum frá jörðinni þarf maður að fara til Úranusar sem er í um það bil 2875 milljón kílómetra fjarlægð frá sól. Samt er örugglega nóg að ...
Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?
Mars er mun lengra frá jörðu en tunglið og getur verið í allt að þúsundfaldri fjarlægð tunglsins frá jörðu. Mars er reikistjarna eins og jörðin en tunglið er fylgihnöttur jarðarinnar. Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en sú minnsta 363.300 km. Misjafnlega langt er á...
Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp?
Um þessar mundir, í febrúar 2004, skína tvær reikistjörnur skært í suðvestri á kvöldin og morgnana. Á kvöldhimninum birtist Venus björt og fögur stuttu áður en húmar að og er á himninum talsvert frameftir kvöldi. Á morgunhimninum er það hins vegar Júpíter sem sést skína bjartur. Júpíter kemur upp um rétt fyrir klu...
Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?
Spyrjandi á líklega við það að uppi hafa verið hugmyndir um að súrefni geti bæst við lofthjúpinn á Mars og þannig gæti orðið lífvænlegra þar en nú er. Súrefnið í loftthjúpi jarðar er einmitt komið til á svipaðan hátt, löngu eftir að hún og lofthjúpur hennar urðu til. Það fór að vaxa í lofthjúpnum eftir að plöntur ...
Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól. Reikistjarnan er í um það bil 4,4 milljarða km fjarlægð frá jörð en það eru 4.400.000.000 km. Þar sem brautir reikistjarnanna umhverfis sól eru sporbaugslaga en ekki hringlaga er fjarlægð reikistjarnanna frá sól, og þá einnig fjarlægð á milli reikistjarnanna sjálf...
Hversu mörg tungl hefur Úranus og hvenær fundust þau?
Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og sú þriðja stærsta í sólkerfinu. Það var enski organistinn og stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) sem uppgötvaði Úranus þann 26. apríl árið 1781 en til þess notaði hann heimasmíðaðan sjónauka. Þar með varð Úranus fyrsta reikistjarnan sem var uppgötvuð með að...
Hvað er langt til Mars?
Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...
Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?
Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...
Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sverige er íslenskað Svíþjóð. Hvernig kemur „þjóð“ inn í þetta - og hvenær? Eru til eldri þýðingar? Orðið þjóð er allajafna haft um tiltekinn hóp fólks sem síðan má afmarka nánar eftir atvikum. Það er því sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þ...
Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga?
Það er rétt að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl eru yfirleitt sem næst kúlulaga, að minnsta kosti ef við sleppum áhrifum möndulsnúnings og sjávarfallakrafta. Þetta svar fjallar eingöngu um þessa hnöttóttu hluti himingeimsins. Stjörnur eru gerðar úr gasi. Yfirborð tungla og reikistjarna eins og jarðarinnar er...
Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...
Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?
"Pish for thee, Iceland Dog! thou prick-eared cur of Iceland!" ("Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!") (úr leikritinu Hinrik V. eftir William Shakespeare) Íslenski fjárhundurinn nýtur mikillar sérstöðu í heimi hundaræktenda enda hefur þetta afbrigði verið einangrað frá öðrum afbrigðum hunda í...