Mars er mun lengra frá jörðu en tunglið og getur verið í allt að þúsundfaldri fjarlægð tunglsins frá jörðu. Mars er reikistjarna eins og jörðin en tunglið er fylgihnöttur jarðarinnar. Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en sú minnsta 363.300 km. Misjafnlega langt er á milli Mars og jarðarinnar því reikistjörnurnar eru báðar á braut í kringum sólina. Þær fara á mismunandi hraða þannig að stundum eru þær sömu megin við sólina en stundum hvor sínum megin. Minnsta fjarlægð milli jarðar og Mars er um það bil 78.000.000 km, en mest getur fjarlægðin orðið um það bil 380.000.000 km. Lesa má nánar um fjarlægðir milli jarðar, tunglsins og Mars í svörum á Vísindavefnum við spurningunum Hvað er tunglið langt frá jörðu? og Hvað er langt til Mars?
Myndir: Exploring Meteorite Mysteries
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.