Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða svo hefur tæknin komist á það stig að menn eru farnir að sjá glögg merki um slíkar reikistjörnur við sumar af þeim sólstjörnum sem eru næstar okkur. Fjöldi þessara reikistjarna sem menn hafa greint utan sólkerfisins er núna rúmir þrír tugir, en sú tala hækkar ört.

Þegar leitað er að reikistjörnum utan sólkerfisins eru því meiri líkur á að finna þær sem þær eru stærri og þyngri. Nokkrar af þeim reikistjörnum sem þegar hafa fundist merki um eru taldar þyngri en Júpíter, en þær hafa ekki fengið nöfn. Spurningin um hver þeirra sé þyngst eða stærst er ekki sérlega áhugaverð því að svarið kynni að breytast á morgun með nýjum gögnum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.4.2000

Spyrjandi

Sara Rut Ágústsdóttir, f. 1986

Efnisorð

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=335.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 13. apríl). Hvað heitir stærsta pláneta í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=335

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=335>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?

Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða svo hefur tæknin komist á það stig að menn eru farnir að sjá glögg merki um slíkar reikistjörnur við sumar af þeim sólstjörnum sem eru næstar okkur. Fjöldi þessara reikistjarna sem menn hafa greint utan sólkerfisins er núna rúmir þrír tugir, en sú tala hækkar ört.

Þegar leitað er að reikistjörnum utan sólkerfisins eru því meiri líkur á að finna þær sem þær eru stærri og þyngri. Nokkrar af þeim reikistjörnum sem þegar hafa fundist merki um eru taldar þyngri en Júpíter, en þær hafa ekki fengið nöfn. Spurningin um hver þeirra sé þyngst eða stærst er ekki sérlega áhugaverð því að svarið kynni að breytast á morgun með nýjum gögnum....