Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörg tungl hefur Úranus og hvenær fundust þau?

Ívar Daði Þorvaldsson

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og sú þriðja stærsta í sólkerfinu. Það var enski organistinn og stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) sem uppgötvaði Úranus þann 26. apríl árið 1781 en til þess notaði hann heimasmíðaðan sjónauka. Þar með varð Úranus fyrsta reikistjarnan sem var uppgötvuð með aðstoð sjónauka en aðrar reikistjörnur sem menn þekktu til á þessum tíma sjást allar með berum augum.

Herschel nefndi reikistjörnuna fyrst „Georgsstjörnuna“ eða Georgium Sidus á latínu. Það gerði hann til að heiðra velunnara sinn Georg III. Bretakonung. Seinna fékk hún nafnið „Úranus“ í samræmi við önnur nöfn reikistjarna sem voru nefnd eftir rómverskum guðum. Meira má lesa um uppgötvun Úranúsar í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Hvenær fannst Úranus?

Vitað er um 27 tungl sem ganga um Úranus. Herschel uppgötvaði fyrstu tvö tunglin þann 13. mars árið 1787. Þetta voru tunglin Títanía og Óberon. Öll tungl Úranusar bera nöfn sem fengin eru úr verkum eftir ensku skáldin William Shakespeare (1564-1616) og Alexander Pope (1688-1744). Flest heitin koma úr leikritinu Ofviðrið eftir Shakespeare.

Títanía er stærsta tungl Úranusar og áttunda stærsta tungl sólkerfisins. Það var uppgötvað árið 1787 af stjörnuáhugamanninum William Herschel (1738-1822).

Skoða má öll tungl Úranusar og hvenær þau uppgötvuðust í eftirfarandi töflu:

Tungl
Uppgötvað
Títanía
1787
Óberon
1787
Aríel
1851
Úmbríel
1851
Míranda
1948
Bokki
1985
Kordelía
1986
Ófelía
1986
Bíanka
1986
Kressída
1986
Desdemóna
1986
Júlía
1986
Portía
1986
Rósalind
1986
Belínda
1986
Kalíban
1997
Sýkórax
1997
Perdíta
1999
Stefanó
1999
Prosperó
1999
Setebos
1999
Trinkúló
2001
Kúpid
2003
Mab
2003
Fransiskó
2003
Margrét
2003
Ferdínand
2003

Eins og sjá má fundust tíu tungl árin 1985 og 1986 en það var fyrir tilstilli Voyager 2 geimfarsins sem tók myndir af Úranusi. Síðan 1986 hafa 12 tungl til viðbótar fundist. Þessi tungl hafa fundist fyrir tilstilli gagna sem Voyager 2 safnaði og með hjálp sjónauka, bæði á jörðu niðri og á braut um jörðu. Til dæmis má nefna að Voyager 2 tók myndir af tunglinu Perdítu en það var ekki fyrr en árið 1999 sem það var formlega uppgötvað.

Tunglið Míranda fannst árið 1948. Stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper uppgötvaði tunglið í McDonald-stjörnuathugunarstöðinni í Texas-fylki í Bandaríkjunum.

Fimm „nýjustu“ tungl Úranusar voru uppgötvuð árið 2013. Raunar var fyrst tekið eftir tunglinu Ferdínand árið 2011 en það var ekki staðfest sem tungl fyrr en tveimur árum síðar. Myndin sem varð til þess að tunglið Fransiskó varð uppgötvað var tekin árið 2011. Það má því segja að tunglin Kúpid, Mab og Margrét séu þau allra nýjustu. Kúpid og Mab fundust með Hubble-sjónaukanum en hann er á braut um jörðu. Margrét fannst hins vegar með sjónaukum stjörnuathugunarstöðvarinnar á eldfjallinu Mauna Kea á Hawaii-eyjaklasanum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.3.2017

Síðast uppfært

23.3.2017

Spyrjandi

6.MB í Melaskóla

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hversu mörg tungl hefur Úranus og hvenær fundust þau?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73672.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2017, 21. mars). Hversu mörg tungl hefur Úranus og hvenær fundust þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73672

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hversu mörg tungl hefur Úranus og hvenær fundust þau?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73672>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg tungl hefur Úranus og hvenær fundust þau?
Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og sú þriðja stærsta í sólkerfinu. Það var enski organistinn og stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) sem uppgötvaði Úranus þann 26. apríl árið 1781 en til þess notaði hann heimasmíðaðan sjónauka. Þar með varð Úranus fyrsta reikistjarnan sem var uppgötvuð með aðstoð sjónauka en aðrar reikistjörnur sem menn þekktu til á þessum tíma sjást allar með berum augum.

Herschel nefndi reikistjörnuna fyrst „Georgsstjörnuna“ eða Georgium Sidus á latínu. Það gerði hann til að heiðra velunnara sinn Georg III. Bretakonung. Seinna fékk hún nafnið „Úranus“ í samræmi við önnur nöfn reikistjarna sem voru nefnd eftir rómverskum guðum. Meira má lesa um uppgötvun Úranúsar í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Hvenær fannst Úranus?

Vitað er um 27 tungl sem ganga um Úranus. Herschel uppgötvaði fyrstu tvö tunglin þann 13. mars árið 1787. Þetta voru tunglin Títanía og Óberon. Öll tungl Úranusar bera nöfn sem fengin eru úr verkum eftir ensku skáldin William Shakespeare (1564-1616) og Alexander Pope (1688-1744). Flest heitin koma úr leikritinu Ofviðrið eftir Shakespeare.

Títanía er stærsta tungl Úranusar og áttunda stærsta tungl sólkerfisins. Það var uppgötvað árið 1787 af stjörnuáhugamanninum William Herschel (1738-1822).

Skoða má öll tungl Úranusar og hvenær þau uppgötvuðust í eftirfarandi töflu:

Tungl
Uppgötvað
Títanía
1787
Óberon
1787
Aríel
1851
Úmbríel
1851
Míranda
1948
Bokki
1985
Kordelía
1986
Ófelía
1986
Bíanka
1986
Kressída
1986
Desdemóna
1986
Júlía
1986
Portía
1986
Rósalind
1986
Belínda
1986
Kalíban
1997
Sýkórax
1997
Perdíta
1999
Stefanó
1999
Prosperó
1999
Setebos
1999
Trinkúló
2001
Kúpid
2003
Mab
2003
Fransiskó
2003
Margrét
2003
Ferdínand
2003

Eins og sjá má fundust tíu tungl árin 1985 og 1986 en það var fyrir tilstilli Voyager 2 geimfarsins sem tók myndir af Úranusi. Síðan 1986 hafa 12 tungl til viðbótar fundist. Þessi tungl hafa fundist fyrir tilstilli gagna sem Voyager 2 safnaði og með hjálp sjónauka, bæði á jörðu niðri og á braut um jörðu. Til dæmis má nefna að Voyager 2 tók myndir af tunglinu Perdítu en það var ekki fyrr en árið 1999 sem það var formlega uppgötvað.

Tunglið Míranda fannst árið 1948. Stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper uppgötvaði tunglið í McDonald-stjörnuathugunarstöðinni í Texas-fylki í Bandaríkjunum.

Fimm „nýjustu“ tungl Úranusar voru uppgötvuð árið 2013. Raunar var fyrst tekið eftir tunglinu Ferdínand árið 2011 en það var ekki staðfest sem tungl fyrr en tveimur árum síðar. Myndin sem varð til þess að tunglið Fransiskó varð uppgötvað var tekin árið 2011. Það má því segja að tunglin Kúpid, Mab og Margrét séu þau allra nýjustu. Kúpid og Mab fundust með Hubble-sjónaukanum en hann er á braut um jörðu. Margrét fannst hins vegar með sjónaukum stjörnuathugunarstöðvarinnar á eldfjallinu Mauna Kea á Hawaii-eyjaklasanum.

Heimildir:

Mynd:

...