Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 93 svör fundust
Hvers konar efnatengi eru í eimuðu og afjónuðu vatni?
Vatn er efnasamband frumefnanna vetnis (H) og súrefnis (O) í hlutföllunum tveir á móti einum. Efnatákn vatns er H2O, sjá mynd 1. Vatnið sem kemur úr krananum okkar, eimað vatn og afjónað vatn er allt saman vatn; eini munurinn er hreinleiki vatnsins, það er aukaefnin sem eru uppleyst í vatninu. Kranavatn innihel...
Hvernig er hreyfiorku breytt í raforku?
Orka hlutar er hæfileiki hans til að framkvæma vinnu. Raforka er sú orka sem flutt er með rafstraumi, þar sem rafstraumur er færsla rafhlaðinna agna. Við notum raforku mikið í daglegu lífi. Umhverfið er lýst upp með rafljósum, við notum alls kyns raftæki eins og tölvur, síma og heimilistæki, og þeir sem hafa e...
Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi?
Lofttegundir sem mynda eldfjallagas, eru sumar hverjar leystar upp í bergkvikunni. Þær eru í meginatriðum af þrennum toga, úr möttli jarðar, úr myndbreyttu gosbergi eða setbergi, og úr yfirborðsjarðlögum, að vatnshveli jarðar meðtöldu. Aðrar myndast úr uppleystum frumefnum eða sameindum kvikunnar, meðan uppgufun e...
Hvað er lífhvolf?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað kallast þrjú meginsvæði (hvolf/hvel) jarðlífsins? Hugtakið lífhvolf er notað um svæðið á og við yfirborð jarðar þar sem líf getur þrifist. Hugtakið er líka hægt að nota um aðrar reikistjörnur og stundum er það haft um svæði sem hvorki er of nálægt sólstjörnu né...
Hvernig svitna kettir?
Kettir svitna mjög lítið þar sem þeir hafa einungis örfáa svitakirtla en kettir og hundar eiga það sameiginlegt að svitna aðeins neðan á loppunum. Kettir eru hins vegar þannig úr garði gerðir að þeir eiga alls ekki erfitt með að eyða heilum degi úti í sólinni þótt þeir séu einungis með örfáa svitakirtla. Kettir...
Er ekki til vindhitun þegar lofthiti fer yfir 37 stig, líkt og vindkæling annars?
Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...
Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?
Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...
Af hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann?
Ein merkasta uppgötvun í jarðfræði á 18. öld var ef til vill sú að öll ferli í náttúrunni eru í hringrás – og þannig óendanleg í eðli sínu. Vatn gufar upp í hitabeltinu og berst til hærri breiddargráða þar sem það fellur aftur til jarðar sem regn eða snjór. Á landi leysir efnaveðrun salt og önnur efni úr berginu o...
Hvað er fracking og hvaða áhrif getur það haft?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er fracking? Hvaða áhrif hefur það á berg og jarðlög? Getur þetta haft slæmar afleiðingar? Fracking er stytting á "hydraulic fracturing" sem er aðferð sem beitt hefur verið í orkuiðnaðinum um margra áratuga skeið til að örva vökvarennsli inn í borholur, stundu...
Hvernig verða eyðimerkur til?
Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...
Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar?
Landnámsmenn Íslands hafa flestir verið ókunnugir jarðhita, svo að hverir og laugar Íslands hljóta að hafa komið þeim á óvart. Örnefni sýna að þeim hefur hætt til að finnast hveragufan vera reykur; margir jarðhitastaðir eru kenndir við reyk, en gufuörnefni eru fá og líklega ekkert sérstaklega á jarðhitastöðum, end...
Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?
Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...
Hvað er jarðhiti?
Jarðhiti er eftir bókstaflegri merkingu orðsins sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Menn hafa lengi vitað að hiti fer vaxandi eftir því sem dýpra kemur undir yfirborðið. Fyrirbæri eins og eldgos og heitar lindir hafa alla tíð verið óræk sönnun fyrir þessu. Með aukinni nýtingu j...
Af hverju er Dauðahafið svona salt?
Í mjög stuttu máli er ástæðan fyrir því hversu salt Dauðahafið er sú að ekki ríkir jafnvægi á milli innstreymis og „útstreymis“ uppleystra efna. Skoðum þetta aðeins nánar. Sólarlag við Dauðahafið. Skotinn James Hutton (1726-1797) hefur verið nefndur „faðir nútíma jarðfræði“ og telja sumir merkasta framlag h...
Hversu gömul verða ský?
Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...