Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 89 svör fundust
Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?
Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...
Hvað er spasmi og hvernig lýsir hann sér?
Í læknisfræði er spasmi skyndilegur og ósjálfráður samdráttur vöðva, hóps af vöðvum, í veggjum hols líffæris eða samdráttur ops á líffæri. Í daglegu tali er það kallað spasmi þegar krampi kemur í vöðva, oft með skyndilegum sársauka sem líður fljótt hjá en getur varað í nokkrar mínútur eða lengur. Spasmi getur leit...
Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...
Hvers vegna eru flestir sveitabæir á Íslandi hvítir með rauðu þaki?
Málun þaka í sterkum lit á húsum hér á landi tengist án vafa almennri notkun bárujárns sem þakefnis. Galvanhúðað, bárótt þakjárn (bárujárn) var fyrst sett á húsþök í Reykjavík á árunum 1874-76. Notkun þess sem klæðningar á þök og veggi timburhúsa varð þó ekki almenn fyrr en eftir 1880. Þessu annars hentuga þak...
Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?
Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...
Hvað eru vindstrókar og hvernig myndast þeir?
Flestir vindsveipir myndast þar sem vindhraði eða vindátt taka snöggum breytingum. Á það bæði við á örsmáum mælikvarða, til dæmis við húshorn, jafnt sem í stórum veðurkerfum, jafnt lóðrétt og lárétt. Þeir staðir sem valda rofi í straumi, til dæmis skarpar brúnir í landslagi, eru sérlega líklegir myndunarstaðir. Sö...
Hvað gerist ef enginn kýs?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað í raun myndi gerast ef öll þjóðin á sama tíma fengi bara þá hugmynd að kjósa ekki? Myndi alþingið bara hætta? Vonast eftir svari hið snarasta! Stjórnskipunarlög eru þær lagareglur nefndar sem fjalla um æðstu handhöfn ríkisvalds, hvort sem er löggjafarvalds, framkvæmdarvalds e...
Er offita arfgeng?
Offita er sívaxandi heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi og er stundum talað um offitufaraldur. Gjarnan er miðað við að fólk sé offeitt þegar svokallaður líkamsmassatuðull (BMI) er kominn yfir 30 en nánar er fjallað um hann í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er BMI? Fituforði líkamans er undir l...
Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?
Íslenska orðið innviðir er þýðing á enska orðinu infrastructure. Í Hagfræðiorðasafninu (Rit íslenskrar málnefndar 12, 2000, bls 98) eru gefnar tvenns konar skilgreiningar. Annars vegar eru innviðir sagðir „Grundvallarskipulag kerfis, stofnunar o.þ.h.“ og hins vegar „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirs...
Eru leðurblökur á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...
Getið þið sagt mér allt um pöndur?
Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...
Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?
Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...
Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...
Hvað var Kvennalistinn og hvaða áhrif hafði hann á samfélagið?
Kvennaframboð (1982-1986) og Kvennalisti (1983-1999) Kvennaframboð og Kvennalisti voru kvennahreyfingar sem vildu vinna að bættri stöðu kvenna. Þær vildu breyta hugarfari og gildismati í samfélaginu, þær vildu gera konur sýnilegar, koma fleiri konum til valda og vera þar sem ráðum var ráðið. Þær vildu óhefðbund...
Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?
Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...