Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 75 svör fundust
Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?
Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...
Hvað var Kvennalistinn og hvaða áhrif hafði hann á samfélagið?
Kvennaframboð (1982-1986) og Kvennalisti (1983-1999) Kvennaframboð og Kvennalisti voru kvennahreyfingar sem vildu vinna að bættri stöðu kvenna. Þær vildu breyta hugarfari og gildismati í samfélaginu, þær vildu gera konur sýnilegar, koma fleiri konum til valda og vera þar sem ráðum var ráðið. Þær vildu óhefðbund...
Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...
Hvað er frumspeki?
Frumspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um eðli veruleikans. Á ensku heitir frumspeki metaphysics en það og samsvarandi orð í öðrum málum er komið úr grísku. Þegar ritverk Aristótelesar voru gefin út á 1. öld f. Kr. var bókunum um frumspeki nefnilega gefinn titillinn ta meta ta physika sem merkir „bækurn...
Hvað er fyrirbærafræði?
Fyrirbærafræði (e. phenomenology, þ. Phänomenologie) er heimspekistefna sem kom fram á 20. öld og hefur haft ómæld áhrif á iðkun heimspekinnar. Kjarni fyrirbærafræðinnar er rannsókn á gerð mannlegrar vitundar eins og hún birtist frá sjónarhorni fyrstu persónu. Grundvallarformgerð vitundarinnar er í því fólgin að h...
Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?
Raunhyggja og rökhyggja eru meginstraumar í þekkingarfræði, fremur en tilteknar kenningar. Ýmis afbrigði eru til að hvorri tveggja. Reyndar eru afbrigðin jafn mörg og heimspekingarnir. Raunhyggja er í hnotskurn hver sú kenning sem leggur megináherslu á hlutverk reynslunnar í öflun þekkingar. Rökhyggja er á hinn bó...
Hvað getur þú sagt mér um árið 1918?
Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu en hér verður látið nægja að segja í stuttu máli frá nokkrum viðburðum. Sagt er frá atburðunum að mestu leyti í tímaröð, fyrst frá því sem gerðist úti í heimi og svo frá in...
Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?
Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...
Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?
Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...
Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?
Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...
Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918
Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...
Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?
Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...
Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?
Íslensk fangelsi í samanburði við önnur norræn ríki Íslenska ríkið á og rekur öll fangelsi hér á landi.[1] Fangelsismálastofnun var stofnuð árið 1989 eftir forskrift systurstofnana á Norðurlöndum og hefur ætíð síðan sótt fyrirmyndir sínar þangað. Samstarf milli norrænu þjóðanna er náið, bæði hvað varðar ný full...
Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda
Hin dramatíska, óhugnanlega og óvænta árás sem gerð var á Bandaríkin olli ákveðnum tímamótum. Í kjölfar árásanna hefur fólk verið mjög spyrjandi, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem ég bý og starfa, og eftir því sem ég fæ best séð á það einnig við um Ísland. Fólk reynir að skilja hvað fái menn til að fremja slík...
Hvenær varð kosningaréttur almennur á Íslandi?
Með lögleiðingu almenns kosningaréttar var stigið stórt skref í átt til lýðræðis á Íslandi. Það skiptir því miklu máli að vita hvenær og hvernig þessi réttur varð til. Í aðdraganda 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna 2015 urðu nokkur skoðanaskipti á opinberum vettvangi um hvenær kosningaréttur varð almennur og h...