Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 309 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?

Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörð...

category-iconFornfræði

Hver var Heinrich Schliemann og hvert var hans framlag til fornfræða?

Heinrich Schliemann (1822-1890). Heinrich Schliemann var þýskur áhugamaður um fornfræði, einkum Hómer, sem gerðist eftir farsælan frama í viðskiptum áhugafornleifafræðingur. Schliemann fæddist í Þýskalandi árið 1822. Sjálfur sagði hann að þegar hann hafi verið sjö ára hafi faðir hans gefið honum bók með kviðum...

category-iconTrúarbrögð

Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?

Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...

category-iconFornfræði

Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?

Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar bókmenntastefna er klassisismi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða bókmenntastefna tíðkaðist á tímum upplýsingarinnar? Upplýsingin var ekki eiginleg bókmenntastefna þó að áherslumál hennar birtust með ýmsum hætti í skáldskapnum. Mikið var lagt upp úr skynsemi og þekkingarleit en bókmenntir áttu líka að vekja ánægju. Svokallaður ...

category-iconFornfræði

Hvernig vitið þið um vísindamennina fyrir Krist?

Spurningin er prýðileg og hana mætti jafnvel víkka út og spyrja hvernig við getum yfirleitt vitað nokkurn skapað hlut um hvað gerðist í fortíðinni. Veltum þeirri spurningu örlítið fyrir okkur áður en við snúum okkur að vísindamönnunum. Um atburði í náinni fortíð er tiltölulega einfalt að afla sér upplýsinga, vi...

category-iconHeimspeki

Hver er saga grískrar heimspeki?

Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?

Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir BC og AD?

Skammstafanirnar BC og AD eru notaðar um ártöl í ensku til að tákna fyrir Krist og eftir Krist. AD er komið úr latínu og stendur fyrir "Anno Domini" sem merkir eiginlega "á því Herrans ári". BC stendur hins vegar fyrir einföld ensk orð, "before Christ," sem merkir orðrétt "fyrir Krist". Samsvarandi skammstafanir á...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída. Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar...

category-iconHugvísindi

Hvað er ataraxía?

Gríska nafnorðið ataraxía merkir „hugarró“. Það er sett saman úr neitandi forskeyti og nafnorðinu tarakhē, sem merkir „truflun“ eða „æsingur“. Hugtakið var notað innan grískrar siðfræði. Þar tilheyrði það upphaflega ekki þeirri markhyggju sem einkennir kenningar Platons og Aristótelesar um færsældina (evd...

category-iconHagfræði

Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?

Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?

Nei, þvert á móti má leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons. Strabon (um 64 f.Kr. - um 24 e.Kr.)Sagnfræðingurinn og landfræðingurinn Strabon var fæddur um 64 f.Kr. í grísku borginni Amaseia í Pontus sunnan við Svartahaf, sem þá heyrði undir Rómaveldi. Rit hans um sagnfræði er ...

category-iconFornfræði

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...

category-iconHeimspeki

Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?

Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...

Fleiri niðurstöður