Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1208 svör fundust
Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?
Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jö...
Hver fann upp á kryptoni?
Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið ...
Hvernig er hægt að vinna þennan gaur í nim?
Spyrjandi sendi okkur veffang á síðu sem hægt er að skoða hér. Þessi leikur kallast nim. Reglurnar eru þær að tveir leikmenn skiptast á að taka kúlur og sá sem tekur síðustu kúluna tapar. Í öðrum afbrigðum af leiknum vinnur sá sem tekur síðustu kúluna. Sýnt hefur verið fram á að leiðin til að vinna nim-le...
Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði?
Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Þannig segir Hippías til að mynda í samræðunni Hippíasi meiri (291D-E) að best af öllu sé að vera auðugur, heilbrigður og njóta virðingar Grikkja, ná hárri elli, hafa heiðrað minningu foreldra sinna og ...
Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?
Hubble-sjónaukinn er kenndur við bandaríska stjarnvísindamanninn Edwin Powell Hubble (1889-1953) en hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið og einnig að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnum hætti. Var sú uppgötvun byrjunin á þeirri þróun sem leiddi síðar til kenningarin...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2015?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2015 þessi hér: Er skynsamlegt að nota maíspoka í staðinn fyrir plastpoka undir rusl? Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað? Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg? Hvað gerðist á uppstigningardaginn? Af hverju ...
Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?
Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...
Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...
Af hverju heitir Geysir enn sama nafni þótt hann gjósi ekki lengur?
Við notum orð meðal annars til að tákna hluti og fyrirbæri í raunveruleikanum. Orðin hjálpa okkur að ná tökum á veröldinni. Tökum lítið dæmi: Gunni og Geir búa saman og hafa gagn af því að nota orðin til að ræða málin og framkvæma hluti. Gunni segir við Geir: "Farðu með ruslapokann í ruslatunnuna," og Geir ski...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon? Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju? Geta kettir verið andvaka? Hvað pissar meðalmaðurinn mikið á dag? Hvað er úrkoma í grennd? ...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Hvar búa dvergmörgæsir?
Dvergmörgæsir (Eudyptula minor) lifa á ströndum Nýja-Sjálands og suðurhluta Ástralíu. Í Ástralíu eru þær stundum kallaðar 'fairy penguins' og á Nýja-Sjálandi eru þær kallaðar 'little blue penguins' eða bara 'blue penguins'. Dvergmörgæsir lifa í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Dvergmörgæsir eru minnstar allra mörgæsa ...
Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?
Dönskukennsla á Íslandi á rætur að rekja til sameiginlegrar sögu Dana og Íslendinga. Mikill fjöldi sögulegra heimilda er skrifaður á dönsku og um aldir notuðu Íslendingar dönsku í samskiptum sínum við Dani. Langt fram á tuttugustu öld gegndi danska lykilhlutverki í íslenskum skólum þar sem drjúgur hluti námsefnisi...
Eru al-Kaeda skipulögð samtök eða bara samheiti sem er notað yfir íslamska hryðjuverkamenn?
Al-Kaeda eru svo sannarlega skipulögð alþjóðleg hryðjuverkasamtök undir forystu Osama bin Ladens. Hins vegar hefur borið á því að undanförnu að nafnið sé einnig notað yfir nánast öll íslömsk hryðjuverkasamtök sem starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, jafnvel þótt þau tengist al-Kaeda ekki beint. Á þessu er sú s...
Af hverju erfir maður bara sumt frá mömmu sinni og sumt frá pabba sínum?
Í kjarna frumna eru þráðlaga fyrirbæri sem kallast litningar en í litningunum eru gen sem ákvarða eiginleika einstaklingsins, svo sem augnlit, háralit, hæð, kyn og svo framvegis. Flestar lífverur eru tvílitna, það er litningarnir eru í pörum, en heildarfjöldi þeirra er breytilegur eftir lífverutegundum. Í m...