Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 137 svör fundust
Hvað er fjármálalæsi?
Fjármálalæsi felur í sér getu til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun og snýst um að geta tekið uppl...
Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...
Hvaðan kemur nafnið geitungur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu? Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn? Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðsk...
Eru til apar í Evrópu?
Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga. Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbra...
Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?
Sinar eru úr þéttum bandvef og tengja vöðva við bein. Á handarbaki eru sinar sem sjá um að rétta fingur en í lófa eru þær sinar sem beygja fingur. Átta bein mynda úlnliðinn og lófamegin liggur trefjabandvefur (e. flexor retinaculum) milli fjögurra þeirra og myndar göng (e. carpal tunnel) sem sinarnar liggja um. Fl...
Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?
Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún. Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm ...
Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?
Hundakynið silky terrier er upprunalega frá Ástralíu og kom fram undir lok 19. aldar. Það talið vera blanda af yorkshire terrier, áströlskum terrier og nokkrum öðrum tegundum. Í Evrópu eru þessir hundar flokkaðir sem terrier en annars staðar eru þeir flokkaðir sem toy-hundar. Þeir eru 3-4 kg að þyngd og um 23 c...
Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?
Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn sem gisti á Hofi, æskuheimili hans, slapp við að segja honum þær, jafnvel þó að drengurinn yrði svo lafhræddur að hann varð að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu. ...
Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?
Gráti fylgir oft tilfinningalegu uppnámi eins og sorg, reiði, hræðslu eða sársauka. Þessar og reyndar fleiri tilfinningar koma af stað ferli í líkama okkar sem kallast "flótta- eða árásarviðbragð" (fight or flight response). Þá verða ýmsar breytingar á starfsemi líkamans sem allar miða að því að koma honum í viðbr...
Hvaða þrautir leystu Borgfirðingar í vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin í Borgarnesi laugardaginn 12. maí 2018. Þar spreyttu Borgfirðingar og aðrir viðstaddir sig á ýmiss konar þrautum sem Vísindavefur HÍ lagði fyrir gesti. Þrautirnar voru átta talsins og náði enginn að leysa þær allar. Gáta Einsteins var til að mynda enn óleyst í lok dag...
Verða eldgos aðeins á flekaskilum?
Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...
Lifa einhverjar eitraðar dýrategundir á Íslandi?
Það er einfalt að svara þessari spurningu og svarið er já! Fjölmargar dýrategundir á Íslandi hafa í sér eitur einkum dýr úr hópi skordýra og köngulóa sem nota oft eitur til að lama bráð sína. Víða í skordýraheiminum er að finna ýmis efnasambönd sem hafa lamandi eða eyðileggjandi áhrif á líkamsvefi þess sem er stun...
Hvers vegna grátum við?
Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan be...
Hver er þjóðarhundur Frakka?
Það er rétt að fjölmörg ræktunarafbrigði hafa komið fram í Frakklandi á síðastliðnum öldum. Hundahald og hundaræktun byggir á afar gömlum merg í Frakklandi og hundar hafa til lengri tíma verið notaðir þar til veiða, skemmtunar eða til að verja eigur manna. Tegundir eins og franskur meistari (e. French Mastiff) eru...
Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið krossfiskur? Af hverju ekki stjörnufiskur? Elsta heimild um orðið krossfiskur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur eftir Jón Guðmundsson lærða. Dæmið er svona: Krossfiskur og hagalfiskur...