Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 558 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri (Formula 1) og manni í skíðastökki?

Mesti meðalhraði sem náðst hefur í keppninni Formula 1 er 242 km/klst en hið merkilega er að þetta met er tæpra þrjátíu ára gamalt. Þrátt fyrir að kraftur og hönnun bílanna hafi batnað síðan þá hefur keppnisbrautunum verið breytt til að draga úr hraða og auka öryggi. Árið 1998 var mesti hraði bíls í Formúla 1 237 ...

category-iconFöstudagssvar

Ef andi byði manni þrjár óskir gæti maður þá óskað sér að fá 100 óskir?

Þessu getur eiginlega enginn svarað nema andinn sjálfur. Skapferli anda er mjög mismunandi eftir því sem við höfum heyrt og má því búast við að þeir mundu bregðast mjög misjafnlega við þessu. Sumir andar eru strangir og kannski geðvondir, hafa jafnvel sofið illa síðustu nótt (við höldum að andar sofi á nótt...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju fær maður hiksta?

Líkaminn inniheldur svokallaða öndunarboða sem senda manni boð þegar við eigum að anda. Stundum senda þau aukaboð og öndunin ruglast. Þá fær maður ef til vill hiksta. Vanalega kemur hiksti eftir að fólk hefur borðað mikinn mat og sérstaklega þegar maturinn er mjög kryddaður eða þegar fólk drekkur mikinn vökv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er pamfíll?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað er pamfíll? Oft er sagt: „Þú ert lukkunnar pamfíll.” Við hvað er verið að líkja manni? Orðið pamfíll er þekkt í íslensku máli frá því á 18. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, aðstoðarmanns Árna Magnússonar handritasaf...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað hét kona Adolfs Hitlers?

Kona Adolfs Hitlers hét Eva Braun. Hún fæddist árið 1912 og hitti Hitler fyrst árið 1929 á ljósmyndastofu þar sem hún vann. Síðar varð hún ástkona hans. Ástarsamband Hitlers og Evu Braun fór afar leynt. Helstu aðstoðarmenn Hitlers þekktu hana lítið og gerðu sér litla grein fyrir því hvers eðlis samband þeirra v...

category-iconLögfræði

Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað með skýrum og einföldum hætti. Meginreglan samkvæmt almennum hegningarlögum er sú að það er ávallt refsivert að valda öðrum manni bana. Hins vegar er gerður stór greinarmunur á því hvort um ásetning er að ræða eða ekki. Í 23. kafla laganna segir meðal annars þetta um viðurlög: H...

category-iconUndirsíða

Þágufalli

Vísindavefnum krefst þess að algjöru jafnræði ríki meðal föllum landinu. Í fyrirmyndarríki framtíðinni skulu öllum föllum vera frjálsum undan forsetningum, mannasetningum og kennisetningum. Í framtíðinni verða engum þágufallssjúkum, nefnifallsveikum, þolfallssýktum eða eignarfallsstola. Öllum hafa fullum rétti ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?

Á næsta ári verður liðin öld frá því Karl Landsteiner uppgötvaði ABO-blóðflokkana. Uppgötvunin hafði strax notagildi. Hún gerði blóðgjafir mögulegar og kom fljótlega við sögu í glæparannsóknum. ABO-blóðflokkarnir endurspegla dálítil tilbrigði í greinóttum sykurkeðjum sem eru utan á rauðum blóðkornum, en reyndar lí...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?

Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?

Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi: Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni) Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn) Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess ...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast?

Höfundur þessa svars hefur ekki undir höndum neinar upplýsingar þess efnis að sjósundfólk hafi lent í hremmingum vegna sela. En hafi lesendur Vísindavefsins sögur af slíku væri fróðlegt að heyra þær. Kafarar hafa þó orðið fyrir lítils háttar aðkasti frá brimlum, það er karlkynsselum, en þeir hafa meðal annars nart...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ef meindýraeyðir er fenginn til að eitra fyrir flugu eða skordýrum í sumarbústað? Hefur það mikla virkni? Mundi það hafa þann árangur ég sé ekki bitin af flugu? Þá er ég að tala um eftirfarandi: Lúsmý, mýflugu, könguló? Eitranir í sumarbústöðum koma líklegast ekki í veg fyrir ...

category-iconHeimspeki

Hvað er heilbrigð skynsemi?

Heilbrigð skynsemi (á ensku: common sense) er hæfileikinn til að átta sig á því sem er dagljóst. Heilbrigð skynsemi segir okkur til dæmis að búast vel áður en haldið er á íslenskt hálendi því að reynslan sýnir að þar er allra veðra von. Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbr...

category-iconHeimspeki

Hafa menn samvisku?

Oftast er orðið samviska notað um tilhneigingu til geðshræringa af vissu tagi sem menn finna fyrir ef þeir brjóta af sér eða gjöra eitthvað sem talið er ámælisvert. Þessar geðshræringar fela jafnan í sér sjálfsásökun vegna einhvers athæfis og í flestum tilvikum líka eftirsjá eða ósk um að hafa látið það ógert....

Fleiri niðurstöður