Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef andi byði manni þrjár óskir gæti maður þá óskað sér að fá 100 óskir?

Ritstjórn Vísindavefsins



Þessu getur eiginlega enginn svarað nema andinn sjálfur. Skapferli anda er mjög mismunandi eftir því sem við höfum heyrt og má því búast við að þeir mundu bregðast mjög misjafnlega við þessu.

Sumir andar eru strangir og kannski geðvondir, hafa jafnvel sofið illa síðustu nótt (við höldum að andar sofi á nóttunni, að minnsta kosti sumir). Svona andar mundu segja sem svo að spyrjandi væri að svindla; þegar andinn bauð þrjár óskir þá hafi hann meint þrjár óskir. Mjög viðskotaillir andar gætu átt það til að refsa spyrjanda fyrir ýtni og heimtufrekju og taka af honum óskirnar.

Svo eru aðrir andar sem eru léttlyndari (sem betur fer) og ekki eins formfastir. Þeir mundu segja að engin rökfræði mæli gegn þessu og jafnvel benda á að ekkert sé á móti því að í hverri ósk séu svo og svo margar undiróskir. Þannig mætti hafa 33 undiróskir í þeirri fyrstu og í annarri óskinni en 34 í þeirri þriðju, og þá væru komnar 100 undiróskir.

Undiróskafræði er mikilvæg fræðigrein í fræðaheimi þessara anda og ein undirgrein hennar fjallar síðan einmitt um undirundiróskir. Lesandinn er sjálfsagt búinn að átta sig á hvers konar fyrirbæri það er.

En við ráðleggjum spyrjanda sem sagt að reyna að grafast fyrir um skapferli andans sem um er að tefla og kanna hvernig liggur á honum, áður en hann fer út í það að nefna óskina um 100 óskir.

Þannig má til dæmis spyrja andann hvort hann sé endurskoðandi og jákvætt svar við því gæfi til kynna vilja andans til að endurskoða fjölda óska. Andi sem er fús til að hlusta á málflutning óskandans sem vill fleiri óskir er líka kallaður hlustandi. Til að komast að því á kurteislegan hátt hvort andinn er erfiður í skapi má hins vegar spyrja hann hvort hann sé skapandi.

Að lokum verðum við að hryggja les-andann með því að þetta er föstudagssvar og þess vegna er ekki að marka eitt einasta orð sem í því stendur. Svona andar eru ekki til, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kannski eigum við bara að láta okkur vel líka því að þeir mundu væntanlega breyta okkur öllum í dekurbörn, og það er náttúrlega ekki gott hlutskipti!?

Mynd úr Disney kvikmyndinni Aladdin:

Gremlin Animation Art Gallery

Útgáfudagur

14.2.2003

Spyrjandi

Apríl Smáradóttir, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef andi byði manni þrjár óskir gæti maður þá óskað sér að fá 100 óskir?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3145.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 14. febrúar). Ef andi byði manni þrjár óskir gæti maður þá óskað sér að fá 100 óskir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3145

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef andi byði manni þrjár óskir gæti maður þá óskað sér að fá 100 óskir?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3145>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef andi byði manni þrjár óskir gæti maður þá óskað sér að fá 100 óskir?


Þessu getur eiginlega enginn svarað nema andinn sjálfur. Skapferli anda er mjög mismunandi eftir því sem við höfum heyrt og má því búast við að þeir mundu bregðast mjög misjafnlega við þessu.

Sumir andar eru strangir og kannski geðvondir, hafa jafnvel sofið illa síðustu nótt (við höldum að andar sofi á nóttunni, að minnsta kosti sumir). Svona andar mundu segja sem svo að spyrjandi væri að svindla; þegar andinn bauð þrjár óskir þá hafi hann meint þrjár óskir. Mjög viðskotaillir andar gætu átt það til að refsa spyrjanda fyrir ýtni og heimtufrekju og taka af honum óskirnar.

Svo eru aðrir andar sem eru léttlyndari (sem betur fer) og ekki eins formfastir. Þeir mundu segja að engin rökfræði mæli gegn þessu og jafnvel benda á að ekkert sé á móti því að í hverri ósk séu svo og svo margar undiróskir. Þannig mætti hafa 33 undiróskir í þeirri fyrstu og í annarri óskinni en 34 í þeirri þriðju, og þá væru komnar 100 undiróskir.

Undiróskafræði er mikilvæg fræðigrein í fræðaheimi þessara anda og ein undirgrein hennar fjallar síðan einmitt um undirundiróskir. Lesandinn er sjálfsagt búinn að átta sig á hvers konar fyrirbæri það er.

En við ráðleggjum spyrjanda sem sagt að reyna að grafast fyrir um skapferli andans sem um er að tefla og kanna hvernig liggur á honum, áður en hann fer út í það að nefna óskina um 100 óskir.

Þannig má til dæmis spyrja andann hvort hann sé endurskoðandi og jákvætt svar við því gæfi til kynna vilja andans til að endurskoða fjölda óska. Andi sem er fús til að hlusta á málflutning óskandans sem vill fleiri óskir er líka kallaður hlustandi. Til að komast að því á kurteislegan hátt hvort andinn er erfiður í skapi má hins vegar spyrja hann hvort hann sé skapandi.

Að lokum verðum við að hryggja les-andann með því að þetta er föstudagssvar og þess vegna er ekki að marka eitt einasta orð sem í því stendur. Svona andar eru ekki til, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kannski eigum við bara að láta okkur vel líka því að þeir mundu væntanlega breyta okkur öllum í dekurbörn, og það er náttúrlega ekki gott hlutskipti!?

Mynd úr Disney kvikmyndinni Aladdin:

Gremlin Animation Art Gallery...