Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9554 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?

Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?

Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?

Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Harún al-Rashid?

Harún al-Rashid (Hārūn al-Rashīd ibn Muḥammad al-Mahdī ibn al-Manṣūr al-ʿAbbāsī), var fimmti kalífi veldis Abbasída og ríkti frá 786-809. Hann er þekktastur á Vesturlöndum sem kalífinn sem kemur fyrir í verkinu Þúsund og ein nótt. Verkið er safn af sögum sem eiga...

category-iconHugvísindi

Ein af ástæðunum fyrir vígi Jóns Gerrekssonar biskups 1433 er talin vera Kirkjubólsbrenna. Er vitað hvar á landinu Kirkjuból var?

Kirkjuból það sem Kirkjubólsbrenna 1433 er kennd við er á Garðskaga í Gullbringusýslu. Heimild: Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson. Landið þitt Ísland. 2. bindi, 1981, bls. 243....

category-iconTölvunarfræði

Hvernig geta mínir nánustu látið loka Facebook-síðunni minni þegar ég geispa golunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Komið þið sæl. Ég er á Facebook. Þegar ég geispa golunn, hvernig geta þá mínir nánustu lokað eða látið loka síðunni? (Ruslpóstvörn er áreiðanlega ágæt, en kallar eins og ég eru fljótir að gleyma). Nútímatækni leysir ýmis vandamál en getur einnig búið til önnur. ...

category-iconJarðvísindi

Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...

category-iconHugvísindi

Hvers konar gyðja var Hera og merkir nafn hennar eitthvað sérstakt?

Hera var ein af Ólympsguðunum tólf í grískri goðafræði. Hún var kona Seifs og jafnframt systir hans. Hera var verndari hjónabands og kvenna. Með Seifi átti hún tvo syni og tvær dætur: stríðsguðinn Ares og smíðaguðinn Hefæstos, fæðingargyðjuna Eileiþýju og æskugyðjuna Hebu. Hún lagði fæð á og ofsótti jafnvel hjákon...

category-iconHugvísindi

Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?

Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta. Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá: Ár var alda, það er ekk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp regnhlífina?

Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. II. Febrúar til áramóta

Þessi pistill er annar í röðinni af sex þar sem birtar eru fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju dreymir mann?

Draumar hafa löngum þótt merkilegir og jafnvel verið taldir geta gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðina eða um manns eigið ómeðvitaða hugarstarf. Ekki er þó ýkja langt síðan farið var að rannsaka þá á vísindalegan hátt. Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju fólk dreymir. Ein hugmynd er sú að draumar séu...

category-iconHeimspeki

Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?

Dómarar og lögmenn klæðast víða á áþekkan hátt og eru í skikkjum eða slám við réttarhöld. Víða þekkist einnig að dómarar og lögmenn setji upp hárkollur við réttarhöld en sá siður hefur þó ekki borist hingað til lands. Dæmi um klæðnað sem sjá má í breskum réttarsölum. Sú hefð að dómarar klæðist skikkjum á upptök...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er 12 marka barn þungt? Hvað er ein mörk mikið?

Mörkin sem notuð er um þyngd eða öllu heldur massa barna er 250 g eða fjórðungur úr kílógrammi. Tólf marka barn er því 3 kg. Sjá einnig svör okkar við eftirtöldum spurningum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson Hver er kjörþyngd 13 ára drengs? Björn Si...

Fleiri niðurstöður