Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem starinn hefur sest að á. Varanlega búsetu hans hér á landi má rekja aftur til um 1940 þegar hann hóf að verpa í Hornafirði. Tveimur áratugum seinna var starinn kominn til höfuðborgarsvæðisins þar sem hann er nú langalgengastur.

Þegar gengið er um götur evrópskra borga eru yfirgnæfandi líkur á að sjá dúfur (Columbia livia) eða gráspör (Passer domesticus). Í almenningsgörðum víða í Evrópu má einnig sjá krákur (Corvus spp.) og svartþresti (Turdus merula) svo helstu tegundir séu nefndar. Í þessu ljósi er merkilegt að bæði starinn og húsdúfan eru að uppruna bjargfuglar, en kannski eiga háar byggingar borganna eitthvað sameignlegt með þeirri klettaveröld sem fuglarnir eru upphaflega aðlagaðir að?

Starinn (Sturnus vulgaris) er mjög algengur á höfuðborgarsvæðinu. Þessi náðist á mynd í Garðabæ.

Fuglafánan í Reykjavík er vissulega eitthvað frábrugðin fánunni á meginlandi Evrópu. Höfundur þessa svars hefur ekki upplýsingar um það hvaða fuglategund er algengust í mesta þéttbýlinu suðvestanlands. Þó má slá því föstu að starinn komi sterklega til greina en stofnstærð hans innan borgarmarkanna hleypur sennilega á einhverjum þúsundum fugla.

Flestum til armæðu þá er sílamávur (Larus fuscus) einnig meðal mest áberandi fugla í þéttbýlinu á suðvestanverðu landinu. Yfir vor- og sumartímann er hann algengur á flugi yfir hverfum þéttbýlisins í leit að ungum til að ræna og einnig sækir hann í úrgang sem fellur frá mannfólkinu. Til dæmis hefur brauð ætlað öndunum á Reykjavíkurtjörn reynst honum ágæt fæðuuppspretta. Sílamávurinn hverfur síðan á haustin en er sýnilegur að nýju í janúar/febrúar og er því líklega sá farfugl sem lætur sjá sig fyrstur allra farfugla hér á landi.

Aðrir algengir fuglar yfir varptíma eru grágæsir (Anser anser) og andfuglar (Anatidae) við votlendi borgarinnar, svo sem við Reykjavíkurtjörn og í Elliðadal. Eins eru svartþrestir að verða sífellt algengari í ákveðnum hverfum og á grænum svæðum borgarinnar en það eru ekki mörg ár síðan fyrst sást til svartþrastapars í varphugleiðingum í borginni. Tilkomu hans má sjálfsagt þakka aukinni skógrækt í borgarlandinu. Skógarþrestir (Turdus iliacus) eru einnig nokkuð algengir, bæði yfir veturinn og ekki síst á vorin þegar heilu flokkarnir koma sunnan frá. Talið er að skógarþrestir hafi ekki hafið varp á höfuðborgarsvæðinu fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar en hefðbundnar varplendur hans í gegnum aldir og árþúsund eru birkiskógarnir inn til landsins.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.8.2013

Spyrjandi

Þóra Hjörleifsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65502.

Jón Már Halldórsson. (2013, 20. ágúst). Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65502

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65502>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?
Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem starinn hefur sest að á. Varanlega búsetu hans hér á landi má rekja aftur til um 1940 þegar hann hóf að verpa í Hornafirði. Tveimur áratugum seinna var starinn kominn til höfuðborgarsvæðisins þar sem hann er nú langalgengastur.

Þegar gengið er um götur evrópskra borga eru yfirgnæfandi líkur á að sjá dúfur (Columbia livia) eða gráspör (Passer domesticus). Í almenningsgörðum víða í Evrópu má einnig sjá krákur (Corvus spp.) og svartþresti (Turdus merula) svo helstu tegundir séu nefndar. Í þessu ljósi er merkilegt að bæði starinn og húsdúfan eru að uppruna bjargfuglar, en kannski eiga háar byggingar borganna eitthvað sameignlegt með þeirri klettaveröld sem fuglarnir eru upphaflega aðlagaðir að?

Starinn (Sturnus vulgaris) er mjög algengur á höfuðborgarsvæðinu. Þessi náðist á mynd í Garðabæ.

Fuglafánan í Reykjavík er vissulega eitthvað frábrugðin fánunni á meginlandi Evrópu. Höfundur þessa svars hefur ekki upplýsingar um það hvaða fuglategund er algengust í mesta þéttbýlinu suðvestanlands. Þó má slá því föstu að starinn komi sterklega til greina en stofnstærð hans innan borgarmarkanna hleypur sennilega á einhverjum þúsundum fugla.

Flestum til armæðu þá er sílamávur (Larus fuscus) einnig meðal mest áberandi fugla í þéttbýlinu á suðvestanverðu landinu. Yfir vor- og sumartímann er hann algengur á flugi yfir hverfum þéttbýlisins í leit að ungum til að ræna og einnig sækir hann í úrgang sem fellur frá mannfólkinu. Til dæmis hefur brauð ætlað öndunum á Reykjavíkurtjörn reynst honum ágæt fæðuuppspretta. Sílamávurinn hverfur síðan á haustin en er sýnilegur að nýju í janúar/febrúar og er því líklega sá farfugl sem lætur sjá sig fyrstur allra farfugla hér á landi.

Aðrir algengir fuglar yfir varptíma eru grágæsir (Anser anser) og andfuglar (Anatidae) við votlendi borgarinnar, svo sem við Reykjavíkurtjörn og í Elliðadal. Eins eru svartþrestir að verða sífellt algengari í ákveðnum hverfum og á grænum svæðum borgarinnar en það eru ekki mörg ár síðan fyrst sást til svartþrastapars í varphugleiðingum í borginni. Tilkomu hans má sjálfsagt þakka aukinni skógrækt í borgarlandinu. Skógarþrestir (Turdus iliacus) eru einnig nokkuð algengir, bæði yfir veturinn og ekki síst á vorin þegar heilu flokkarnir koma sunnan frá. Talið er að skógarþrestir hafi ekki hafið varp á höfuðborgarsvæðinu fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar en hefðbundnar varplendur hans í gegnum aldir og árþúsund eru birkiskógarnir inn til landsins.

Mynd:

...