Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1831 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Sigurður Gylfi Magnússon stundað?
Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann kom til starfa við Háskóla Íslands sem fastráðinn starfsmaður árið 2014 eftir að hafa verið sjálfstætt starfandi fræðimaður frá því hann gekk frá prófborði árið 1993 í Bandaríkjunum til ársins 2010. Á því á...
Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum?
Hvað fannst? Gaulverjabær er kirkjustaður á Suðurlandi, í Flóanum í Árnessýslu sunnan við Selfoss. Nafn sitt dregur bærinn af átthögum landnámsmannsins Lofts Ormssonar frá Gaulum eða Gulum í Noregi. Þótt engar skipulegar fornleifarannsóknir hafi farið fram í Gaulverjabæ eru þaðan nokkrar merkar fornleifar. Til ...
Hvað eru þyngdarbylgjur?
Þyngdargeislun eða þyngdarbylgjur eru bylgjur í þyngdarsviði massamikilla hluta, hliðstæðar rafsegulbylgjum. Til eru lausnir á jöfnum almennu afstæðiskenningarinnar sem lýsa bylgjunum en vísindamönnum hefur ekki tekist að nema þyngdarbylgjur. Eftir að Isaac Newton setti fram sínar hugmyndir um eðli þyngdarinnar...
Hvað er deus ex machina?
Latneska orðasambandið deus ex machina þýðir bókstaflega 'guð úr vélinni'. Það kemur úr skáldskaparfræðum og vísar til sérstaks leiksviðsbúnaðar sem notaður var til forna, eins konar körfu sem hægt var að hala upp og niður. Grísk leikritaskáld nýttu sér 'guð úr vélinni' til að leysa úr erfiðum flækjum leikrita sin...
Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588, og hvað er hæft í því að Englendingar hafi greitt sjóræningjum fyrir að ræna spænsk silfurskip?Segja má að helsta átakalínan í Evrópu á þessum tíma hafi legið milli Páfastóls og kaþólsku kirkjunnar ann...
Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?
Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...
Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Í Alþingiskosningunum 2013 fékk sá flokkur sem fékk flest atkvæðin ekki umboðið til stjórnarmyndunar, en við fyrstu sýn þá hefði maður talið að það væri lýðræðislegasta leiðin að sá ...
Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík?
Það er sagt vera algengt í vanþróuðum landbúnaðarsamfélögum að fólk leitist við að takmarka aðra atvinnuvegi, svo sem verslun, og loka þá úti frá samfélaginu. Slíkt er að sjálfsögðu að einhverju leyti gert með fordæmingu. Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stund...
Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?
Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...
Hver var Björn Guðfinnsson og hvert var framlag hans til íslenskra málfræðirannsókna?
Björn Guðfinnsson fæddist 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1935. Á árunum 1931–1945 kenndi hann við ýmsa skóla – Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík. Ei...
Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?
Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...
Er vit í tilfinningum?
Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...
Hversu oft er kosið um forseta?
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...
Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?
Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...
Hvernig helst klukka í tölvu rétt þótt tölvan sé tekin úr sambandi?
Svarið við þessari spurningu er það að inni í tölvunni er rafhlaða og þar fær klukkan rafmagn og orku til að ganga áfram þótt tölvan sé tekin úr sambandi við rafmagn. Nánar tiltekið er rafhlaðan á móðurborði tölvunnar og hér að neðan má sjá hvernig henni er komið fyrir. Rauður hringur er utan um rafhlöðuna. ...