Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 221 svör fundust

category-iconLandafræði

Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?

Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...

category-iconHugvísindi

Hvað var Austurlandahraðlestin?

Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...

category-iconLandafræði

Geturðu sagt mér eitthvað um Norður-Ossetíu og þau Kákasuslönd sem liggja þar fyrir austan?

Í rússneska hluta Kákasus eru sjö lýðveldi og eru frá vestri til austurs:AdygeaKarachay-CherkessíaKabardínó-BalkaríaNorður-OssetíaIngúsetíaTsjetsjeníaDagestanÍ svari við spurningunni Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus? er fjallað almennt um Kákasuslöndin og sérstaklega um þrjú fyrstnefndu lýðveldin, það er þa...

category-iconLandafræði

Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?

Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...

category-iconHugvísindi

Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?

Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?

Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?

Flest ríki heims tilheyra svokölluðum þriðja heims ríkjum. Hugtakið er þó vandmeðfarið og hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni. Hægt er að lesa um túlkun mannfræðings á hugtakinu í svari Sveins Eggertssonar við spurningunni Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn? Þegar talað er um þriðja heims ríki er yfirl...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?

Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum t...

category-iconVísindi almennt

Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Mikið er talað um hvað Bandaríkjamenn og Rússar eigi mikið af kjarnorkusprengjum. Hvað eiga Frakkar og Bretar margar?Árið 1997 var talið að 35.300-38.000 kjarnavopn væru í heiminum, og skiptust svona milli þeirra fimm ríkja sem þá voru yfirlýst kjarnorkuveldi. LandHeildarfjöldi...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn?

Félagslegar, sögulegar og trúarlegar ástæður valda því að Tsjetsjenar eru miklir stríðsmenn. Hugrekki þeirra er við brugðið, en mannslífið er ekki mikils virði í þeirra augum. Þeir hafa nær alltaf átt í blóðugum átökum við nágranna sína og þá sem hafa lagt þá undir sig. Rússar, en á undan þeim Persar og Tyrkir, ha...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...

category-iconHugvísindi

Hver var Comenius? Hvað gerði hann sögulegt?

John Amos Comenius, eða Jan Ámos Komenský eins og hann heitir á tékknesku, fæddist 28. mars 1592 í bænum Nivnice í Móravíu, sem tilheyrir nú Tékklandi en heyrði undir veldi Habsborgara á þeim tíma. Hann var þekktur trúarleiðtogi mótmælenda, en er frægastur fyrir að hafa bylt uppeldisfræðum samtímans og komið fram ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?

Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið! Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækk...

category-iconUnga fólkið svarar

Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?

Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt....

category-iconHugvísindi

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?

Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...

Fleiri niðurstöður