Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 117 svör fundust
Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?
Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt: Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarð...
Er það rétt í Da Vinci lyklinum að á kirkjuþingi hafi verið kosið um hvort Jesús væri dauðlegur maður eða heilagur?
Það er rétt að árið 325 var haldið kirkjuþing í bænum Níkeu í Litlu-Asíu sem kallað var saman til þess að kveða niður deilur í kirkjunni um samband Jesú og Guðs. Hins vegar er það ekki rétt sem fram kemur í bókinni um Da Vinci lykilinn að fram að þeim tíma hafi „fylgismenn Jesú litið svo á að hann væri dauðlegur s...
Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'?
Orðatiltækið á elleftu stundu á rætur að rekja til Biblíunnar. Í 20. kafla Matteusarguðspjalls segir Jesús lærisveinum sínum dæmisögu af húsbónda einum sem gekk út snemma morguns í þeim tilgangi að ráða verkamenn til vinnu í víngarði sínum. Vinnudagurinn hjá Gyðingum stóð frá sex að morgni til sex síðdegis. Su...
Hvað gerðist á Marteinsmessu og af hverju borða Danir endur þennan dag?
Marteinsmessa, 11. nóvember, er kennd við Martein biskup í Tours í Frakklandi. Útför hans fór fram hinn 11. nóvember 397 en talið er að Marteinn hafi fæðst um 316 í Pannóníu sem náði yfir austurhluta þess svæðis sem við köllum nú Austurríki og hluta af Ungverjalandi, Slóveníu og Bosníu. Marteinn var rómverskur ...
Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?
Orðasambandið um úlfaldann og nálaraugað á rætur að rekja til Nýja testamentisins. Í samstofna guðsjöllunum Matteusarguðspjalli (19.24), Markúsarguðspjalli (10.25) og Lúkasarguðspjalli (18.25) stendur í biblíuútgáfunni frá 1981:Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn...
Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:Hvernig snýr lík í gröfinni? Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur...
Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?
Barnakrossferðin eða Children’s Crusade var trúarleg hreyfing sem spratt upp í Evrópu sumarið 1212. Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fi...
Hvað er langafasta?
Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...
Hver er saga Tórínó-líkklæðisins?
Enginn af helgum dómum kirkjunnar hefur verið rannsakaður jafn gaumgæfilega af vísindamönnum og sá sem kallaður hefur verið Tórínó-líkklæðið. Þessa línstranga, sem er 4,36 m langur og 1,10 m breiður, er fyrst getið í heimildum, að öruggt sé, upp úr miðri 14. öld. Eigandi hans þá var Geoffroi de Charnay aðalsma...
Hvert er hlutverk páfans?
Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar. Það er...
Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn?
Fyrstu sögurnar sem fjalla um gralinn eru frá 12. og 13. öld. Samkvæmt sumum þeirra er gralinn sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Þessi bikar var svo sagður hafa verið notaður til að safna því blóði Krists sem draup af honum á krossinum. Gralnum er oft eignaðir yfirnáttúrulegir eiginleikar og ...
Halda vottar Jehóva upp á jól?
Nei vottar Jehóva halda ekki jól. Ástæðan er sú að þeir líta svo á að jólin séu upprunalega heiðin hátíð og að siðir sem tengjast jólunum komi þess vegna frá fornum falstrúarbrögðum. Vottar Jehóva benda meðal annars á að Jesús hafi ekki fæðst 25. desember auk þess sem kristnum mönnum hafi ekki verið fyrirskipað að...
Hvert fer sálin þegar maður deyr?
Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...
Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?
Aðventukransar sem við þekkjum á Íslandi eru með fjögur kerti. Hins vegar tíðkast það sums staðar að hafa kertin fimm. Það merkir þó ekki að aðventan sé lengri heldur er fimmta kertið tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag. Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið...
Hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar?
Kjarninn í siðaboðskap kristninnar byggir á boðskap Jesú Krists, eins og hann hefur varðveist í guðspjöllum Nýja testamentisins. Þar leggur Kristur áherslu á mikilvægi þess að elska náungann. Í því sem kallað hefur verið tvöfalda kærleiksboðorðið, tengir Kristur saman afstöðu okkar til Guðs og afstöðu okkar til n...