Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 90 svör fundust
Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað kostar að hafa kveikt á 60 W ljósaperu í einn mánuð? (Árni Björn) Hvað kostar að láta 40 W ljósaperu loga í 4 klukkustundir? Hvaða verð er ég að borga á mínu heimili? (Eva) Hversu mikið kostar að láta 40 W ljósaperu loga í einn sólarhring? (Sverrir Páll) Hjá Orku n...
Af hverju gekk Úkraína ekki í NATO fyrir löngu?
Útþensla Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs var hvorki fyrirsjáanleg né sérstaklega tekin til umræðu þegar samið var um sameiningu Þýskalands árið 1990. Það varð hins vegar fljótlega ljóst, eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og Rússland tók við hlutverki þeirra og skuldbindingum á alþjóðlegum vet...
Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?
Vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru oft notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Spyrjandi á þó væntanlega ekki við slíka notkun, heldur ólöglega notkun þeirra. Verður spurningunni svarað út frá þeim formerkjum. Nánar má lesa um virkni vefaukandi stera í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig verka vef...
Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?
G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...
Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?
Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...
Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?
Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...
Hvaða lög og reglur gilda um vændi í ríkjum Evrópusambandsins?
Í ríkjum Evrópusambandsins gilda ólíkar reglur um vændi enda hefur Evrópusambandið ekki markað sér samræmda stefnu í vændismálum nema hvað varðar þvingað vændi, svo sem mansal. Slíkt er ólöglegt í öllum ríkjum ESB. Aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga löggjöf sinni um vændi. Sum hafa það að markmi...
Hvað er Kyoto-bókunin?
Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í h...
Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?
Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við á...
Hver hefur mesta valdið í lýðræði?
Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita ...
Hvað hefur Ísland að bjóða umfram Írland sem skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki?
Eins og kemur óbeint fram í spurningunni hefur Írland haslað sér völl hin síðari ár sem fjármálamiðstöð. Nokkurs konar skattafríhafnir voru stofnaðar við Shannon-flugvöll og höfnina í Dyflinni. Erlend fyrirtæki, sem vildu setjast þar að, þurftu ekki að greiða nema 10% tekjuskatt og nutu annarra ívilnana opinberra ...
Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands?
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að styrkja umræðu um mannréttindi og stuðla að rannsóknum og fræðslu. Skrifstofan gegnir einnig ákveðnu eftirlitshlutverki þar sem hún veitir umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum til alþjóðlegra eftirlitsstofn...
Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?
Helstu framleiðslulönd lífetanóls (e. bioethanol) árið 2009 eru gefin í töflunni fyrir neðan. Bandaríkin og Brasilía eru í sérflokki hvað framleiðslumagn snertir. Hráefnin fyrir framleiðsluna eru fyrst og fremst korn (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía). Land/ ríkjasambandEtanólframleiðsla árið 2009 (milljóni...
Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?
Þrátt fyrir að hlutfallslegir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaðar- og efnahagsmætti séu gríðarlegir – nánast óviðjafnanlegir í sögulegu samhengi – búum við í veröld þar sem að straumar og stefnur móta í sífellu farveg alþjóðastjórnmála framtíðarinnar. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að næstu áratugi verði einhverj...
Er 666 tala djöfulsins?
Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum. Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numer...