Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 400 svör fundust
Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?
Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef...
Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...
Hvaða djúpsjávardýr er stærst?
Stærsta dýrið í undirdjúpunum er talið vera risasmokkfiskurinn (Architeuthis dux). Margar þjóðsögur hafa spunnist um þetta dýr og stærð þess en vitað er að einstaklingar þessarar tegundar hafa náð gríðalegri stærð. Stærsti risasmokkfiskurinn sem mældur hefur verið er dýr sem rak á land nærri Timble Tickle í Ban...
Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?
Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...
Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?
Í Himalajafjallgarðinum eru níu af tíu hæstu tindum heims. Everesttindur er sá allra hæsti, 8850 metrar á hæð. Í fjallgarðinum eru rúmlega 110 tindar hærri en 7300 metrar og um 200 rísa yfir 6000 metra. Að auki eru mörg hundruð lægri tindar. Himalajafjallgaðurinn er því talinn vera hæsti fjallgarður heims. Heitið ...
Hvað eru byrkningar?
Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna. Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðu...
Hvað er keppt í mörgum íþróttum á Ólympíuleikunum?
Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í Peking sem fram fara 8. til 24. ágúst 2008 eru taldar upp 38 mismunandi íþróttagreinar sem keppt er í á leikunum. Með því að smella hér má sjá lista yfir þessar greinar. Flestar, ef ekki allar íþróttagreinarnar telja fleiri en eina keppnisgrein, til dæmis er keppt í mörg...
Hvað er útselskópur?
Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd. Kópar útselsins ...
Hver var Augusto Pinochet?
Augusto Pinochet (1915-2006).Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006. Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins g...
Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?
Ísland er 103.000 km2 en Svalbarði um 62.000 km2. Ísland er því stærra. Svalbarði er eyjaklasi í Norður-Íshafi, nokkuð miðja vegu milli nyrsta hluta Noregs og norðurpólsins. Svalbarði er nyrsta land í Evrópu. Eyjurnar lúta norskum yfirráðum en um þær er í gildi samningur sem meðal annars kveður á um að aðildarr...
Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...
Er heitur reitur undir Íslandi?
Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?
Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri n...
Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri (Formula 1) og manni í skíðastökki?
Mesti meðalhraði sem náðst hefur í keppninni Formula 1 er 242 km/klst en hið merkilega er að þetta met er tæpra þrjátíu ára gamalt. Þrátt fyrir að kraftur og hönnun bílanna hafi batnað síðan þá hefur keppnisbrautunum verið breytt til að draga úr hraða og auka öryggi. Árið 1998 var mesti hraði bíls í Formúla 1 237 ...
Hvað verða nashyrningar gamlir?
Í dag eru alls fimm tegundir nashyrninga til í heiminum, allir innan sömu ættarinnar, Rhinocerotidae. Þeir finnast í nokkrum þjóðgörðum í suður- og austurhluta Afríku og í suður-Asíu. Tvær tegundir nashyrninga lifa í Afríku. Annars vegar er það svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis), sem finnst meðal annars...