Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1165 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?Þetta samræmist einmitt vísindalegri hugsun. Um leið og við færum að gera ráð fyrir því að sérstakur utan...

category-iconVísindi almennt

Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum?

Svar vísindanna um uppruna mannsins er skýrt og afdráttarlaust: Tegundin Homo sapiens, hinn viti borni maður, varð til með þróun eins og aðrar tegundir í lífríkinu, og menn og apar hafa þróast út frá sömu forfeðrum eða fyrirrennurum. Vísindin láta hins vegar hitt liggja milli hluta hvort eða að hvaða leyti þes...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað hafa menn fyrir sér í því að sumar stjörnur sem við sjáum séu núna útbrunnar?

Þetta er byggt á því að margar stjörnur eru svo gríðarlega langt í burtu að langur tími er liðinn síðan ljósið sem við sjáum frá þeim lagði af stað hingað til okkar. Þessi tími getur hæglega verið lengri en ævi viðkomandi stjörnu samkvæmt þeim hugmyndum sem menn hafa um þróun og ævilengd stjarna. Þær hugmyndir er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?

Rétt er að þær tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Trichechus (eiginlegar sækýr; enska manatee) eiga það meðal annars sameiginlegt að sjón þeirra er ekki vel þróuð. Því er ekki auðsvarað hvers vegna svo er en sennilega má rekja það til aðlögunar að umhverfinu. Það er einkum tvennt sem gæti skýrt að ekki reynir ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsalda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig varð íslenski hesturinn til?

Hér verður reynt að svara því hvernig íslenski hesturinn breyttist eftir komuna til landsins fyrir meira en eitt þúsund árum. Um uppruna og forfeður íslenska hestsins hefur sami höfundur skrifað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn? Ekki er vitað til þess að hestar hafi v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?

Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis? Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig urðu kettir til?

Kettir urðu til við árþúsunda þróun rétt eins og aðrar lífverur. Talið er að fyrir um 50 milljónum ára hafið rándýrum fjölgað mjög mikið og orðið aðskilnaður sem meðal annars leiddi til þess að hundar og kettir þróuðust seinna. Þá skiptust rándýr í Miacea sem seinna þróaðist í Caniformia eða hundleg dýr, og hins ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu apar til?

Apar eins og við þekkjum þá í dag urðu til með þróun sem staðið hefur yfir í mjög langan tíma. Talið er að fyrstu prímatarnir hafi komið fram á sjónarsviðið á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög litlir og hegðuðu sér...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp brandarann?

Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumáli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það?

Þessi spurning er engan veginn ástæðulaus. Hraði í þróun tölvutækni er oft sagður fylgja lögmáli Moores, sem nefnt er eftir Gordon Moore, einum af stofnendum örgjörvafyrirtækisins Intel. Hann spáði því að taka mundi fastan tíma að tvöfalda afköst tölvubúnaðar. Þróunin hefur fylgt þessari spá nokkuð vel og afl örgj...

category-iconMannfræði

Hverjar eru frumþarfir Homo sapiens? Er hugsanlegt að þær breytist við þróun?

Með frumþörfum á ég við þær líkamlegu þarfir sem eru forsendur fyrir tilveru einstaklingsins. Þær eru hinar sömu fyrir allar lífverur. Frumþörf hverrar lífveru er að nærast, það er að taka til sín fæðu sem viðheldur lífi hennar. Einnig virðist það vera frumþörf allra dýrategunda að viðhalda tegundinni. Kynlíf ...

category-iconHeimspeki

Hver var John Rawls?

John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur á síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, hlaut háskólamenntun í Princeton-háskóla og útskrifaðist þaðan árið 1950 með doktorspróf í siðfræði. Námið var þó rofið í síðari heimsstyrjöldinni er hann skráði s...

category-iconHugvísindi

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

Fleiri niðurstöður