Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 84 svör fundust
Hversu lengi væri blendingur ísbjarnar og brúnbjarnar að verða að nýrri tegund?
Tegundamyndun er hægfara ferli sem tekur þúsundir kynslóða og því er nær ómögulegt að segja til um hvenær ein tegund hverfur og önnur tekur við. Blendingar brúnbjarna (skógarbjarna, Ursus arctos) og hvítabjarna (Ursus maritimus) eru þekktir úr dýragörðum. Hins vegar eru þeir afar sjaldgæfir í náttúrunni og því...
Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóm sem kallast Lupus eða Rheumatoid Arthritis? Hér er í raun verið að spyrja um tvo sjúkdóma, annars vegar lupus (Systemic Lupus Erythematosus) sem oft er kallaður rauðir úlfar á íslensku og hins vegar iktsýki eða liðagigt (Rheumatoid Arthritis)....
Hver er hættulegasti fugl í heimi?
Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...
Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?
Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005). He...
Hvernig er mengun í hafinu farin að hafa áhrif á ísbirni?
Í heild hljóðar spurningin svona:Hvernig er mengun í hafinu farin að hafa áhrif á ísbirni? Hvaða efni eru það sem safnast fyrir í þeim og hvaðan koma þau helst? Rannsóknir á ísbjörnum eða hvítabjörnum (Ursus maritimus) benda til þess að ófrjósemi meðal þeirra hafi aukist verulega á undanförnum árum. Einnig hafa ...
Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?
Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...
Getið þið sagt mér allt um sebrahesta?
Sebrahestar eru eitt af helstu einkennisdýrum afrískrar fánu. Talið er að uppruna þeirra megi rekja til frumhesta Norður-Ameríku sem bárust yfir landbrúna sem lá yfir Beringssundið og tengdi Alaska við Asíu. Þaðan dreifðust þeir um landflæmi gamla heimsins fyrir hundruðum þúsunda ára. Til eru þrjár tegundir seb...
Hvað er gert til að koma í veg fyrir að ísbirnir deyi út?
Margt hefur verið gert til að vernda ísbirni eða hvítabirni (Ursus maritimus) síðastliðna hálfa öld. Fyrst má nefna að árið 1973 gerðu Bandaríkin, Kanada, Noregur, Danmörk og Sovétríkin með sér samkomulag um verndun hvítabjarna en náttúruleg heimkynni ísbjarna eru innan þessara ríkja. Einnig hafa einstakar þjó...
Af hverju er dverghnísan í útrýmingarhættu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um vaquita-hvalinn? Hvers vegna eru þeir í hættu? Dverghnísa (Phocoena sinus, vaquita á ensku, komið úr spænsku og merkir lítil kýr) er ein fjögurra tegunda núlifandi hnísa. Þetta er afar sjaldgæf tegund sem er einlend nyrst í Kaliforníuflóa. Tegundi...
Hvaða tegundir bjarndýra lifðu á ísöld?
Þær tegundir bjarndýra sem nú lifa á jörðinni voru sennilega til á síðasta jökulskeiði ísaldar. Útbreiðslusvæði þeirra hefur sjálfsagt breyst töluvert vegna breytinga í umhverfinu. Ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum, þá hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á g...
Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?
Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...
Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar?
Í heild var spurningin á þessa leið: Hvað er hlýnun jarðar? Getið þið sagt eitthvað nýtt um það? Af hverju er þetta að gerast? Og hverjar eru afleiðingarnar? Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og mælingar benda til þess að síðustu áratugi hafi hlýnun numið um 0,17-0,19°C á áratug. Í svari við spurningunni Hvers veg...
Hvaða dýr lifa villt á Írlandi?
Dýralíf á Írlandi er sæmilega fjölskrúðugt þó tegundafjöldinn sé talsvert minni en á öðrum svæðum á svipaðri breiddargráðu vegna einangrunar eyjunnar. Umfjöllunin hér á eftir er bundin við hryggdýrafánu Írlands til þess að svarið verði ekki allt of langt. Fyrst ber að nefna spendýrin en um 30 spendýrategundir ...
Hvað eru til margar tegundir af álftum og svönum?
Til þess að forðast misskilning er rétt að útskýra betur hugtökin álft og svanur. Í almennu tali eru þau samheiti enda erum við þá að hugsa um íslenska fugla sem lifa í íslenskri náttúru. Líffræðingar nota orðin hins vegar ekki endilega sem samheiti, heldur er orðið svanur notað um ættkvíslina Cygnus sem tegundin ...
Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?
Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...