Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 498 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Jón Þorláksson frá Bægisá?
Árið 1774 komu út í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum viðbætir annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. Þýðandinn sem þannig var skammstafaður var Jón Þorláksson (1744-1819), síðar prestur, og fylgdu nokkur frumkveðin ljóð eftir hann sjálfan. Voru þetta fyr...
Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?
Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...
Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?
Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...
Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu?
Á Vísindavefnum er til eldra og mun ítarlegra svar við sambærilegri spurningu. En líf íslenskra tölvunotenda hefur einfaldast þó nokkuð síðan þá, að minnsta kosti hvað gæsalappir varðar. Í Microsoft Word 2010 er nefnilega mun auðveldara en áður að gera íslenskrar gæsalappir. Leiðbeiningarnar í þessu svari miðast ...
Hvað eru til margar íslenskar fuglategundir hér á landi?
Á Íslandi eru um 80 tegundir varpfugla en það er litlu meira en á Suðurheimskautinu. Þar eru um 65 fuglategundir. Flestar fuglategundir eru í Suður-Ameríku, um 3.700 talsins. Hægt er að lesa meira um fuglategundir í svörum við spurningunum:Hvað eru til margar fuglategundir?Hvað eru margar dýrategundir á Ísla...
Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...
Hvað eru jöklabréf?
Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan. Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hv...
Hver er Julia Kristeva og hvaða áhrif hafa kenningar hennar haft?
Julia Kristeva fæddist í Búlgaríu árið 1941. Hún er af menntafólki komin, ólst upp í austur-evrópsku, kommúnísku ríki á kaldastríðsárunum og gekk í Háskólann í Sofíu. Hún lagði þar stund á bókmenntir, málvísindi og heimspeki, lærði sinn Marx og Hegel auk málvísinda og rússnesku og hafði þar af leiðandi beinan aðg...
Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?
Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...
Hvaða munur er á eddukvæðum og dróttkvæðum?
Elstu varðveittu eddukvæði eru væntanlega frá sama tíma og elstu varðveittu dróttkvæðin þar sem segir frá bardögum konunga sem seðja hræfuglana með bardagafýsn sinni og hugdirfsku. Eins og eddukvæðin eru dróttkvæðin einungis varðveitt í ungum handritum, þeim elstu frá 13. öld, en fræðimenn hafa talið að þau séu mö...
Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?
Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...
Hvað var Moby Dick stór?
BÚRHVALIR Samkvæmt skáldsögu Herman Melville, Moby Dick (1851) var Moby Dick búrhvalur. Búrhvalir eru meðal stærstu spendýra sem þekkjast á jörðinni. Þeir flokkast sem tannhvalir (odontocete). Búrhvalir eru bæði ólíkir öllum öðrum hvalategundum í útliti og hegðun. Þeir lifa dýpst allra hvala og geta kafað dýpra...
Hverjir hafa hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum frá upphafi?
Nóbelsverðlaun í bókmenntum hafa verið veitt árlega í rúma öld, eða frá árinu 1901 þegar franska ljóðskáldið Sully Prudhomme fékk þau. Undantekningar frá þessu eru árin 1914, 1918, 1935, 1940, 1941, 1942 og 1943. Þessi tilteknu ár var enginn Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum heldur var verðlaunaféð geymt í sjóði ti...
Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?
Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum árið 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör ársins 2012 á Vísindavefnum þessi hér: Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana? Hver er meginupp...