Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1357 svör fundust
Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð?
Spurningin í heild var: Hafa skrif Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð eða nutu þau athygli löngu seinna og þá hvenær? Verk Platons Platon var orðinn frægur heimspekingur þegar hann var enn á lífi. Hann hafði þónokkur áhrif á samtímamenn sína, ekki síst aðra heimspekinga....
Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?
Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...
Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi?
Mannfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar um manninn sem lífveru og sem félagsveru. Allt sem viðkemur lífi mannsins er hægt að flokka undir mannfræði. Mannfræði sem fræðigrein skiptist í tvö meginsvið annars vegar félags-og menningarmannfræði og hins vegar líffræðilega mannfræði. Í félagslegri- og menningarma...
Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?
Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...
Af hverju erum við á jörðinni?
Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...
Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er til annað sólkerfi? Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru sv...
Hver var fyrsta lífveran?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki um líf annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Lífið á jörðinni gæti þó vel hafa borist til jarðarinnar utan úr geimnum og þá er nokkuð víst að fyrsta lífveran varð til annars staðar en á jörðinni og einnig á undan lífinu hér. En um...
Af hverju lifa fiskar í vatni?
Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...
Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.
Bakterían sem veldur svartadauða heitir Yersinia pestis. Hún nefndist áður Pasteurella pestis en fékk Yersinia-heitið árið 1967, eftir svissnesk-franska lækninum Alexandre Yersin (1863-1943) sem var einn þeirra sem uppgötvaði bakteríuna. Yersinia pestis lifir góðu lífi í ýmsum spendýrategundum, meðal annars í ...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...
Átti Hitler konu og börn?
Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...
Af hverju er himinninn blár?
Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Hvað er nanótækni?
Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...
Hvernig myndast þurrís og af hverju myndar hann þessa gufu eða reyk þegar hann er settur í vatn?
Hér verður einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hver er munurinn á þurrís og venjulegum ís? Er þurrís virkilega svo kaldur að mann getur kalið ef maður snertir hann? Af hverju breytist þurrís ekki í vökva við bráðnun? Hvernig býr maður til þurrís? Hvar er þurrís notaður? Margir hafa eflaust séð þegar þurrís ...