Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1241 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?

Grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) er eina tegund hákarla í heiminum sem dvelst allt sitt líf í köldum heimskautasjó Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Hann heldur sig yfirleitt á talsverðu dýpi þar sem sjávarhitinn er á bilinu 2-7° C. Grænlandshákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítah...

category-iconNæringarfræði

Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?

Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana?

Það sem á ensku kallast „leopard lizard“ er ekki ein tegund eðlna heldur þrjár sem allar tilheyra ættinni Crotaphytida og ættkvíslinni Gambelia. Þetta eru tegundirnar: Gambelia wislizenii (e. Long-nosed leopard lizard)Gambelia copei (e. Cope's leopard lizard)Gambelia sila (e. Blunt-nosed leopard lizard) Eins og fl...

category-iconLandafræði

Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er það sem greinir eyju frá landi?Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa? Af hverju er Ástralía ekki eyja?Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja? Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru ...

category-iconHugvísindi

Hver var Andreas Vesalius?

Flestir hafa heyrt um menn eins og Charles Darwin og þróunarkenningu hans, Sir Isaac Newton og lögmálin hans, sólmiðjukenningu Aristarkosar og síðar Kópernikusar eða Galíleó og tungl Júpíters. Færri hafa þó heyrt um Andreas Vesalius og aðferðir hans, en hann er einn þeirra manna sem lögðu grunn að nútímalæknavísi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af álftum og svönum?

Til þess að forðast misskilning er rétt að útskýra betur hugtökin álft og svanur. Í almennu tali eru þau samheiti enda erum við þá að hugsa um íslenska fugla sem lifa í íslenskri náttúru. Líffræðingar nota orðin hins vegar ekki endilega sem samheiti, heldur er orðið svanur notað um ættkvíslina Cygnus sem tegundin ...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta líffræðingar greint DNA úr hvaða sýni sem er, til dæmis úr gömlum bút af naflastreng?

Á síðustu árum hafa rannsóknir á DNA gjörbreytt þekkingu okkar á líffræði, jafnt á starfsemi lífvera sem sögu lífs á jörðinni, skyldleika tegunda og dreifingu þeirra. Með notkun sameindaaðferða (PCR e. polymerase chain reaction) má fjölfalda búta úr erfðaefni úr ýmsum vefjum svo að aðeins lítið magn af DNA getur d...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru mennirnir rándýr?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora. Tennur ljón...

category-iconEfnafræði

Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að leita að upplýsingum um mengun frá vindgangi kúa en ég finn ekki neinar upplýsingar á íslensku. Gætuð þið sagt mér eitthvað um þessi málefni? Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ...

category-iconJarðvísindi

Er annar hluti Almannagjár virkilega Norður-Ameríkuflekinn og hinn Evrasíuflekinn?

Jarðskorpa jarðar skiptist upp í fjölda brota, sem kallaðir eru jarðskorpuflekar. Nokkrir þeirra eru gríðarstórir og ná jafnvel yfir heilu heimsálfurnar. Þannig liggur heimsálfan Norður-Ameríka á Norður-Ameríkuflekanum en Evrópa og Asía eru saman á hinum víðáttumikla Evrasíufleka. Jarðskorpuflekar jarðar mætas...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Hermann Pálsson fæddist 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnavatnsþingi, sonur bændahjónanna Páls Jónssonar (1875–1932) og Sesselju Þórðardóttur (1888–1942). Systkinahópurinn var stór, átta bræður og fjórar systur, og var Hermann sjötti í röðinni. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu eins og þá ...

category-iconUmhverfismál

Er æskilegt að urða lífrænan heimilisúrgang eins og matarúrgang?

„Nei“ er stutta svarið við þessari spurningu. Frá umhverfislegu sjónarmiði er urðun lífræns heimilisúrgangs (lífúrgangs) aldrei æskileg og reyndar ekki urðun annarra úrgangsflokka heldur. Fyrir þessu eru í aðalatriðum tvenns konar rök: 1. Auðlindarök Þegar efni er urðað er verið að taka úr umferð allar þær auð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?

Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...

Fleiri niðurstöður