Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 695 svör fundust
Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? er Pitcairn-eyja í Suður-Kyrrahafi meðal þeirra örfáu eyja og svæða utan Bretlandseyja sem enn lúta yfirráðum Breta. Formlega fer samveldissendiherra Breta (British High Commissioner) á Nýja Sjálandi með málefni Pitcairn-...
Hafa sjónvarp, tónlistarmyndbönd og tónlist, slæm áhrif á börn og unglinga?
Þessi spurning er of víðtæk til að hægt sé að gera henni ítarleg skil á Vísindavefnum og verður hér aðeins stiklað á stóru. Frá upphafsdögum sjónvarps, upp úr 1950, hafa fræðimenn og foreldrar barna og unglinga haft áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum áhrifum miðilsins á þroska, viðhorf og hegðun ungmenna. Hefur ...
Hver var Francis Galton?
Ekkert virtist vera óviðkomandi hinum breska landkönnuði og fjölfræðingi Frances Galton (1822-1911). Hann fékkst við ótal ólík fræðasvið, þar á meðal tölfræði, aðferðafræði, sálfræði, mannfræði, læknisfræði, veðurfræði, erfðarannsóknir og jafnvel kynbótafræði manna. Frances Galton (1822-1911). Galton var sonur ...
Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?
Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...
Hvernig lýsir félagsfælni sér og er hún algengt vandamál?
Á sumrin fer fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar. Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir ö...
Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?
Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...
Hvað getið þið sagt mér um hetærur?
Hetærur voru forngrískar gleðikonur en orðið sjálft, ἑταίρα, merkir „vinkona“. Oftast voru hetærur af erlendum uppruna, ambáttir eða frelsingjar. Stundum voru þær atvinnudansarar eða hljóðfæraleikarar, sem léku listir sínar í samdrykkjum, eins konar drykkjuveislum eingöngu ætluðum kö...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?
Erum við öll börnin hennar Jane frænku? Á þessa leið hljómaði spurning lítillar sex ára frænku Jane Addams við fjölmenna útför hennar árið 1935. Spurningin er til vitnis um hið mikla starf frumkvöðulsins Jane Addams og þann hug sem hún bar til samfélagsins. Jane bar mikla virðingu fyrir fólki og áttaði sig vel á þ...
Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess?
Klóróform (e. chloroform) er lífrænt efnasamband með sameindaformúluna CHCl3. Við stofuhita er það litlaus vökvi með sæta lykt. Efnið er tríhalómetan, en halómetan eru efnasambönd þar sem einu fjögurra vetnisatóma í metani (CH4) hefur verið skipt út fyrir halógenatóm. Suðumark klóróforms er 61,2°C, bræðslumark er ...
Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?
Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils. Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu....
Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...
Hvað eru þurr augu?
Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er ofta...
Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?
Geldingahefðin átti uppruna sinn í kirkjutónlist, líklega um miðja 16. öld, enda var konum meinað að koma fram í húsi Drottins. Sums staðar sungu kórdrengir sópranrödd en það tók enda þegar þeir fóru í mútur og því var nauðsynlegt að þjálfa stöðugt nýja drengi til söngs. Geldingar (castrato) tóku þátt í óperuflutn...
Er eitthvert nafn falið í þulunni sem hefst á orðunum ,,Heyrði ég í hamrinum..."?
Til eru margar hljóðritanir af þulunni sem byrjar Heyrði ég í hamrinum (eða hellinum) í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar fer hver heimildamaður með þuluna á sinn hátt eins og eðlilegt er því það er einmitt eðli kveðskapar úr munnlegri geymd að breytast í hvert sinn sem farið er með...