Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?

Árni Heimir Ingólfsson

Geldingahefðin átti uppruna sinn í kirkjutónlist, líklega um miðja 16. öld, enda var konum meinað að koma fram í húsi Drottins. Sums staðar sungu kórdrengir sópranrödd en það tók enda þegar þeir fóru í mútur og því var nauðsynlegt að þjálfa stöðugt nýja drengi til söngs. Geldingar (castrato) tóku þátt í óperuflutningi allt frá fyrstu tíð; þegar L‘Orfeo var færð upp í Mantova 1607 söng karlmaður hlutverk Evridísar. Með tíð og tíma myndaðist sú hefð að geldingur söng aðalkarlhlutverkið en tenórar fengu aukarullu. Þessi meginregla átti þó aðeins við um alvarlegar óperur, opera seria. Í gamanóperum þóttu geldingar aldrei við hæfi.

Raddhljómur geldinga og yfirburðatækni þeirra heillaði hlustendur um álfuna þvera og endilanga. Þeir höfðu sópranrödd í karllíkama og voru því feiknaraddsterkir. Aðgerðin hafði stundum þau áhrif að brjóstholið varð stærra en ella og því var öndunartækni þeirra öfundsverð. Þegar best lét höfðu geldingar geysimikla raddfimi enda voru þeir þjálfaðir miskunnarlaust í sérstökum skólum. Raddsvið þeirra var vítt, allt að þremur áttundum, og þeir höfðu lítið fyrir því að kanna ystu mörk í styrkleika. Nú eru það yfirleitt mezzó-sópranar eða kontratenórar – karlar sem syngja í falsettu – sem fara með hlutverk sem upphaflega voru ætluð geldingum.

Francesco Bernardi (1686–1758), auknefndur Senesino, var vinsæll castrato-söngvari sem söng aðalhlutverk í mörgum óperum sem tónskáldið Georg Friedrich Händel samdi.

Frá sjónarhóli nútímans er sá siður að gelda drengi auðvitað með eindæmum ómannúðlegur. Til þess að viðhalda fullum raddhljómi þurfti vönunin að fara fram áður en drengurinn varð kynþroska og oft létu foreldrar slag standa þótt engin vissa væri fyrir því að sonurinn hefði hæfileika í tónlist. Geldingabransinn var happdrætti fátæka mannsins, þeirra sem slógu í gegn í tónlistarheiminum beið frægð og frami en hinir urðu aðhlátursefni og áttu örbirgð vísa. Aðgerðin sjálf var þó ætið illa séð og þegar spurt var út í smáatriði þóttist enginn vita neitt.

Englendingurinn Charles Burney (1726–1814) reyndi að kynna sér málið á ferðalagi sínu um Ítalíu seint á 18. öld en fór erindisleysu úr einni borg í aðra: „Í Mílanó var mér sagt að aðgerðir færu fram í Feneyjum; í Feneyjum að það væri í Bologna; en í Bologna neituðu menn öllu og mér var bent á Flórens, frá Flórens til Rómar og frá Róm var ég sendur til Napólí.“ Talið er að þegar vinsældir slíkra söngvara voru mestar, um 1720, hafi karlmennskan verið skorin undan einum fjögur þúsund piltum á ári hverju.

Þessi siður tíðkaðist þó nær eingöngu á Ítalíu. Í Frakklandi var lítill áhugi á geldingum en í staðinn var lögð rækt við háar og skærar tenórraddir sem heimamenn kalla haute-contre. Innfluttir castrato-söngvarar nutu aftur á móti hylli í Lundúnum enda átti ítölsk ópera þar gullaldarskeið snemma á 18. öld. Einna vinsælastur var Francesco Bernardi, auknefndur Senesino, sem átti langt samstarf við Georg Friedrich Händel og söng aðalhlutverk í mörgum óperum hans. Enginn skákaði þó Carlo Broschi (1705-82) sem tók sér sviðsnafnið Farinelli. Hann söng einnig í Lundúnum, einkum í óperum eftir Nicola Porpora sem var um hríð helsti keppinautur Händels.

Segja má að dáðustu geldingar áranna 1720-40 hafi verið fyrstir tónlistarflytjenda til að ná svipaðri stöðu og poppstjörnur njóta nú á tímum, bæði hvað varðar efnahag og almenna aðdáun. Þeir þénuðu feiknavel og í hugum áheyrenda voru þeir goðum líkastir. Konur voru sérlega veikar fyrir söng þeirra og sagt er að eitt sinn þegar Broschi sleppti síðasta tóninum hafi hrifnæm aðalsfrú heyrst hrópa úr stúku óperuhússins: „Einn Guð, einn Farinelli!“ Sá dáði söngvari lauk ferli sínum við hirðina í Madríd þar sem hann lifði í vellystingum gegn því að syngja fyrir hinn raunamædda Filippus V. Spánarkonung, sömu fjórar aríurnar á hverju kvöld að því er sögur herma.

Carlo Broschi (1705–1782), sem gekk undir sviðsnafninu Farinelli, var einn allra frægasti castrato-söngvarinn.

Síðasti castrato-söngvarinn sem sögur fara af var Alessandro Moreschi en hann fæddist árið 1858 og starfaði við Sixtínsku kapelluna. Hann var eini geldingurinn sem lifði það að syngja inn á hljómplötur, skömmu eftir aldamótin 1900. Þó er varasamt að draga af þeim nokkra ályktun um raddblæ geldinga. Hljómgæðin eru afleit og þegar þar var komið við sögu mátti Moreschi muna sinn fífil fegri. Með tilskipan Píusar X páfa árið 1903 var geldingasöngur aflagður í Vatíkaninu og drengjaraddir þjálfaðar í þeirra stað. Geldingasöngur hafði þá fyrir löngu lagst af annars staðar. Vönun pilta var bönnuð með lögum á Ítalíu árið 1870 og þá voru liðnir nokkrir áratugir frá því að síðasta óperuhlutverkið var samið með castrato í huga. Eftir því sem leið á 19. öld þótti líka æ minna tiltökumál að sópranar af kvenkyni hæfu upp rödd sína í kirkjum og óperuhúsum.

Geldingasöngur virðist furðulegt fyrirbæri en þó er vert að hafa í huga að enn þann dag í dag hrífast hlustendur af háum karlaröddum sem þykja hafa yfirnáttúrlegan hljóm. Af söngvurum dægurtónlistar nægir að nefna þá Michael Jackson, Bee Gee-bræður og Jónsa í Sigur Rós. Í sígilda geiranum hafa kontratenórsöngvarar náð miklum vinsældum, til dæmis Andreas Scholl og Philippe Jaroussky. Þótt sársaukafullar skurðaðgerðir séu til allrar hamingju liðin tíð lifir „kynlaus“ karlasöngur enn góðu lífi.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Upprunalega spurningin var:
Er það rétt að karlmannsrödd verður skrækari ef maður er geltur og ef það er satt, af hverju gerist það?

Höfundur

Árni Heimir Ingólfsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

23.6.2017

Síðast uppfært

26.6.2017

Spyrjandi

Hörður Alexander Eggertsson

Tilvísun

Árni Heimir Ingólfsson. „Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2017, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73728.

Árni Heimir Ingólfsson. (2017, 23. júní). Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73728

Árni Heimir Ingólfsson. „Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2017. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73728>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?
Geldingahefðin átti uppruna sinn í kirkjutónlist, líklega um miðja 16. öld, enda var konum meinað að koma fram í húsi Drottins. Sums staðar sungu kórdrengir sópranrödd en það tók enda þegar þeir fóru í mútur og því var nauðsynlegt að þjálfa stöðugt nýja drengi til söngs. Geldingar (castrato) tóku þátt í óperuflutningi allt frá fyrstu tíð; þegar L‘Orfeo var færð upp í Mantova 1607 söng karlmaður hlutverk Evridísar. Með tíð og tíma myndaðist sú hefð að geldingur söng aðalkarlhlutverkið en tenórar fengu aukarullu. Þessi meginregla átti þó aðeins við um alvarlegar óperur, opera seria. Í gamanóperum þóttu geldingar aldrei við hæfi.

Raddhljómur geldinga og yfirburðatækni þeirra heillaði hlustendur um álfuna þvera og endilanga. Þeir höfðu sópranrödd í karllíkama og voru því feiknaraddsterkir. Aðgerðin hafði stundum þau áhrif að brjóstholið varð stærra en ella og því var öndunartækni þeirra öfundsverð. Þegar best lét höfðu geldingar geysimikla raddfimi enda voru þeir þjálfaðir miskunnarlaust í sérstökum skólum. Raddsvið þeirra var vítt, allt að þremur áttundum, og þeir höfðu lítið fyrir því að kanna ystu mörk í styrkleika. Nú eru það yfirleitt mezzó-sópranar eða kontratenórar – karlar sem syngja í falsettu – sem fara með hlutverk sem upphaflega voru ætluð geldingum.

Francesco Bernardi (1686–1758), auknefndur Senesino, var vinsæll castrato-söngvari sem söng aðalhlutverk í mörgum óperum sem tónskáldið Georg Friedrich Händel samdi.

Frá sjónarhóli nútímans er sá siður að gelda drengi auðvitað með eindæmum ómannúðlegur. Til þess að viðhalda fullum raddhljómi þurfti vönunin að fara fram áður en drengurinn varð kynþroska og oft létu foreldrar slag standa þótt engin vissa væri fyrir því að sonurinn hefði hæfileika í tónlist. Geldingabransinn var happdrætti fátæka mannsins, þeirra sem slógu í gegn í tónlistarheiminum beið frægð og frami en hinir urðu aðhlátursefni og áttu örbirgð vísa. Aðgerðin sjálf var þó ætið illa séð og þegar spurt var út í smáatriði þóttist enginn vita neitt.

Englendingurinn Charles Burney (1726–1814) reyndi að kynna sér málið á ferðalagi sínu um Ítalíu seint á 18. öld en fór erindisleysu úr einni borg í aðra: „Í Mílanó var mér sagt að aðgerðir færu fram í Feneyjum; í Feneyjum að það væri í Bologna; en í Bologna neituðu menn öllu og mér var bent á Flórens, frá Flórens til Rómar og frá Róm var ég sendur til Napólí.“ Talið er að þegar vinsældir slíkra söngvara voru mestar, um 1720, hafi karlmennskan verið skorin undan einum fjögur þúsund piltum á ári hverju.

Þessi siður tíðkaðist þó nær eingöngu á Ítalíu. Í Frakklandi var lítill áhugi á geldingum en í staðinn var lögð rækt við háar og skærar tenórraddir sem heimamenn kalla haute-contre. Innfluttir castrato-söngvarar nutu aftur á móti hylli í Lundúnum enda átti ítölsk ópera þar gullaldarskeið snemma á 18. öld. Einna vinsælastur var Francesco Bernardi, auknefndur Senesino, sem átti langt samstarf við Georg Friedrich Händel og söng aðalhlutverk í mörgum óperum hans. Enginn skákaði þó Carlo Broschi (1705-82) sem tók sér sviðsnafnið Farinelli. Hann söng einnig í Lundúnum, einkum í óperum eftir Nicola Porpora sem var um hríð helsti keppinautur Händels.

Segja má að dáðustu geldingar áranna 1720-40 hafi verið fyrstir tónlistarflytjenda til að ná svipaðri stöðu og poppstjörnur njóta nú á tímum, bæði hvað varðar efnahag og almenna aðdáun. Þeir þénuðu feiknavel og í hugum áheyrenda voru þeir goðum líkastir. Konur voru sérlega veikar fyrir söng þeirra og sagt er að eitt sinn þegar Broschi sleppti síðasta tóninum hafi hrifnæm aðalsfrú heyrst hrópa úr stúku óperuhússins: „Einn Guð, einn Farinelli!“ Sá dáði söngvari lauk ferli sínum við hirðina í Madríd þar sem hann lifði í vellystingum gegn því að syngja fyrir hinn raunamædda Filippus V. Spánarkonung, sömu fjórar aríurnar á hverju kvöld að því er sögur herma.

Carlo Broschi (1705–1782), sem gekk undir sviðsnafninu Farinelli, var einn allra frægasti castrato-söngvarinn.

Síðasti castrato-söngvarinn sem sögur fara af var Alessandro Moreschi en hann fæddist árið 1858 og starfaði við Sixtínsku kapelluna. Hann var eini geldingurinn sem lifði það að syngja inn á hljómplötur, skömmu eftir aldamótin 1900. Þó er varasamt að draga af þeim nokkra ályktun um raddblæ geldinga. Hljómgæðin eru afleit og þegar þar var komið við sögu mátti Moreschi muna sinn fífil fegri. Með tilskipan Píusar X páfa árið 1903 var geldingasöngur aflagður í Vatíkaninu og drengjaraddir þjálfaðar í þeirra stað. Geldingasöngur hafði þá fyrir löngu lagst af annars staðar. Vönun pilta var bönnuð með lögum á Ítalíu árið 1870 og þá voru liðnir nokkrir áratugir frá því að síðasta óperuhlutverkið var samið með castrato í huga. Eftir því sem leið á 19. öld þótti líka æ minna tiltökumál að sópranar af kvenkyni hæfu upp rödd sína í kirkjum og óperuhúsum.

Geldingasöngur virðist furðulegt fyrirbæri en þó er vert að hafa í huga að enn þann dag í dag hrífast hlustendur af háum karlaröddum sem þykja hafa yfirnáttúrlegan hljóm. Af söngvurum dægurtónlistar nægir að nefna þá Michael Jackson, Bee Gee-bræður og Jónsa í Sigur Rós. Í sígilda geiranum hafa kontratenórsöngvarar náð miklum vinsældum, til dæmis Andreas Scholl og Philippe Jaroussky. Þótt sársaukafullar skurðaðgerðir séu til allrar hamingju liðin tíð lifir „kynlaus“ karlasöngur enn góðu lífi.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Upprunalega spurningin var:
Er það rétt að karlmannsrödd verður skrækari ef maður er geltur og ef það er satt, af hverju gerist það?

...