Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 884 svör fundust
Hvað er alhæfing?
Alhæfing er setning eða fullyrðing sem segir eitthvað um alla hluti af tilteknu tagi. Slíkar setningar má skrifa á forminu „Öll X eru Y“, þar sem X er sá flokkur hluta sem alhæft er um og Y lýsir þeim eiginleikum sem hlutunum er eignað. Tökum dæmi um alhæfingu: „Öll spendýr fæða afkvæmi sín með mjólk.“ Þessi...
Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum (stjörnufræðilega)? Vatnsberinn (lat. Aquarius) er tiltölulega stórt en ekkert sérstaklega áberandi stjörnumerki á norðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í ...
Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?
Árið 1974 voru nokkrir kínverskir bændur að grafa eftir vatni í útjaðri Xian-borgar. Í stað vatnsins fundu þeir gröf fyrsta keisarans af Kína. Grafarinnar er gætt af rúmlega átta þúsund leirhermönnum í fullri stærð og hún hefur verið nefnd stærsti fornleifafundur 20. aldarinnar. Eitt af fjölmörgum verkum fyrsta...
Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?
Steingervingar eru steinrunnar leifar eða för dýra eða plantna sem varðveittar eru í jarðlögum. Sagt er að Leonardó da Vinci (dagbók frá um 1500) hafi fyrstur manna áttað sig á því að steingerðar skeljar í jarðlögum á Ítalíu séu menjar lifandi dýra – almennt var talið að skeljarnar hefðu vaxið í berginu. Hins v...
Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?
Hér er einnig svarað spurningunni:Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá. Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað...
Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau?
Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekki eingöngu lærð hegðun heldur líka fíkn, og nikótín veldur því bæði líkamlegri og sálfélagslegri ávanabindingu. Frá...
Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá? Eru það sömu áhrif sem sýna okkur að bíll er að nálgast eða fara burt?Margir hafa veitt því athygli að sírenuhljóð sjúkrabíls eru ekki þau sömu þegar hann nálgast okkur og þegar hann fjarlægi...
Var hin týnda Atlantis raunverulega til?
Aðrir spyrjendur eru: Hlynur Traustason, Hrafnhildur Helgadóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Stefán Smári, Jóhann Björn, Guðmundur Þorsteinn, Þorsteinn Berghreinsson, Eva Dögg Þórisdóttir, Magni Þórarinsson, Karen Gylfadóttir, Þóra, Arnfríður Ragna Sigurjónsdóttir, Anton Smári Gunnarsson, Hafþór Ari Sævarsson, Aron Þ...
Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?
Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má...
Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?
Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...
Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...
Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...
Hvernig myndast eyrar í fjörðum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast eyrar í fjörðum? Og hvaða lögmál eru þar ríkjandi (fallstraumar, Corioliskrafur o.fl.)? Dæmi um eyrar eru Oddeyrin á Akureyri, Þormóðseyri á Sigló, Eyrin við Skutulsfjörð (Ísafjörður). Í stuttu máli: Hafaldan rýfur landið og rótar upp möl og sandi við strönd...
Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er að velta fyrir mér hvort það sé rétt sem mér hefur verið sagt að járn og ál passi illa saman, þ.e að það verði tæring á milli þeirra.Hvernig tengist rafspenna tæringu, og hvaða efni er hægt að nota til að berjast gegn tæringu? Fæ ekki útskýringu neins staðar á veraldarvefnum. ...
Er það satt að maður fái mjó læri ef maður drekkur mikið te?
Þessari spurningu er auðsvarað með einföldu nei-i. Við fjöllum hér stuttlega um hagnýt atriði við stjórnun líkamsþyngdar til fróðleiks og síðan um hvernig misskilningurinn um te og mjó læri kann að vera til kominn. Þessar fínu frúr vita að stöðug tedrykkja minnkar ekki ummál læranna. Rétt mataræði og líkamsrækt...