Sólin Sólin Rís 10:04 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:53 • Síðdegis: 19:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:41 • Síðdegis: 13:12 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:04 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:53 • Síðdegis: 19:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:41 • Síðdegis: 13:12 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau?

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir og Karl Andersen

Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekki eingöngu lærð hegðun heldur líka fíkn, og nikótín veldur því bæði líkamlegri og sálfélagslegri ávanabindingu. Fráhvarfseinkenni nikótíns eru einstaklingsbundin og ná venjulega hámarki á fyrstu þremur dögunum eftir að hætt er að reykja, en fara síðan stigminnkandi. Tveimur til fjórum vikum eftir að nikótín var síðast notað ættu öll fráhvarfseinkenni að vera horfin.

Eftir að hætt er að reykja getur matarlyst aukist tímabundið vegna breyttra efnaskipta í líkamanum, en líka vegna þess að aukið bragðskyn veldur því að matur bragðast betur. Hér gildir að forðast óhollustu og neyta meira af grænmeti og ávöxtum. Auk þess er mikilvægt að stunda hreyfingu en við reykleysi eykst úthald til muna og því auðveldara að stunda líkamsrækt og forðast þannig þyngdaraukningu. Hægðatregða og niðurgangur geta komið fyrir en ganga yfirleitt fljótt yfir. Hér er ráðið að neyta trefjaríkrar fæðu og drekka meira af vatni.

Fráhvarfseinkenni nikótíns eru einstaklingsbundin og ná venjulega hámarki á fyrstu þremur dögunum eftir að hætt er að reykja, en fara síðan stigminnkandi.

Sumir finna fyrir erfiðleikum að sofna og sofa verr vegna fráhvarfseinkenna. Svefntruflanir ganga yfirleitt yfir á 2-3 vikum. Besta ráðið er að hreyfa sig meira fyrir kvöldmatartíma.

Einbeitingaskortur, pirringur, geðsveiflur og svimi eru algengar kvartanir fyrstu dagana og vikurnar eftir að hætt er að reykja og tengist gjarnan lönguninni til að reykja sem getur komið skyndilega en líður hjá eftir fáeinar mínútur. Þá gildir að beina athyglinni frá sígarettum og að einhverju sem er uppbyggilegt. Láta þessi löngunareinkenni oftast undan á fáeinum vikum. Hér þarf að berjast við neikvæðar tilfinningar án þess að kveikja í sígarettu, og einblína á jákvæða hluti, til dæmis með vinum og vandamönnum. Svimi getur komið fyrir á fyrstu dögum eftir að hætt er að reykja og er oftast tímabundinn og vægur.

Sumir finna fyrir munnþurrki og hósta en þessi einkenni eru oftast væg og ganga yfir á fáeinum dögum, enda lungun að hreinsa sig. Heitir drykkir slá oft á þessar aukaverkanir.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bæklingnum Hættu nú alveg (ritstjóri og útgefandi Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundar

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Lára G. Sigurðardóttir

læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

Karl Andersen

prófessor í hjartalækningum við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2024

Spyrjandi

Árni R.

Tilvísun

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir og Karl Andersen. „Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2024, sótt 17. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87111.

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir og Karl Andersen. (2024, 7. nóvember). Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87111

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir og Karl Andersen. „Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2024. Vefsíða. 17. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87111>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau?
Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekki eingöngu lærð hegðun heldur líka fíkn, og nikótín veldur því bæði líkamlegri og sálfélagslegri ávanabindingu. Fráhvarfseinkenni nikótíns eru einstaklingsbundin og ná venjulega hámarki á fyrstu þremur dögunum eftir að hætt er að reykja, en fara síðan stigminnkandi. Tveimur til fjórum vikum eftir að nikótín var síðast notað ættu öll fráhvarfseinkenni að vera horfin.

Eftir að hætt er að reykja getur matarlyst aukist tímabundið vegna breyttra efnaskipta í líkamanum, en líka vegna þess að aukið bragðskyn veldur því að matur bragðast betur. Hér gildir að forðast óhollustu og neyta meira af grænmeti og ávöxtum. Auk þess er mikilvægt að stunda hreyfingu en við reykleysi eykst úthald til muna og því auðveldara að stunda líkamsrækt og forðast þannig þyngdaraukningu. Hægðatregða og niðurgangur geta komið fyrir en ganga yfirleitt fljótt yfir. Hér er ráðið að neyta trefjaríkrar fæðu og drekka meira af vatni.

Fráhvarfseinkenni nikótíns eru einstaklingsbundin og ná venjulega hámarki á fyrstu þremur dögunum eftir að hætt er að reykja, en fara síðan stigminnkandi.

Sumir finna fyrir erfiðleikum að sofna og sofa verr vegna fráhvarfseinkenna. Svefntruflanir ganga yfirleitt yfir á 2-3 vikum. Besta ráðið er að hreyfa sig meira fyrir kvöldmatartíma.

Einbeitingaskortur, pirringur, geðsveiflur og svimi eru algengar kvartanir fyrstu dagana og vikurnar eftir að hætt er að reykja og tengist gjarnan lönguninni til að reykja sem getur komið skyndilega en líður hjá eftir fáeinar mínútur. Þá gildir að beina athyglinni frá sígarettum og að einhverju sem er uppbyggilegt. Láta þessi löngunareinkenni oftast undan á fáeinum vikum. Hér þarf að berjast við neikvæðar tilfinningar án þess að kveikja í sígarettu, og einblína á jákvæða hluti, til dæmis með vinum og vandamönnum. Svimi getur komið fyrir á fyrstu dögum eftir að hætt er að reykja og er oftast tímabundinn og vægur.

Sumir finna fyrir munnþurrki og hósta en þessi einkenni eru oftast væg og ganga yfir á fáeinum dögum, enda lungun að hreinsa sig. Heitir drykkir slá oft á þessar aukaverkanir.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bæklingnum Hættu nú alveg (ritstjóri og útgefandi Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda....