Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1116 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum hérna á leikskólanum Gefnarborg að vinna með heiðlóuna og við finnum ekki neins staðar hvað hún er lengi að fljúga milli Íslands og heitu landanna. Hafið þið svarið? Kær kveðja. Krakkarnir á Hálsakoti á Gefnarborg Garði. Vetrarstöðvar íslensku heiðlóu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til græn spendýr?

Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...

category-iconJarðvísindi

Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?

Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru Íslendingar að borða af diskum?

Upprunalega spurningin var: Hvenær byrjaði fólk á Íslandi að borða af diskum? Til að byrja með ætla ég að gefa mér að hér sé spurt um leirdiska, en það eru diskarnir sem við borðum af í dag. Áður en askurinn tók við sem algengasta matarílátið á 18. öld borðuðu Íslendingar af trédiskum og tindiskum. Þannig d...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?

Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvað eiga froskar mörg afkvæmi? Hvar og á hverju lifa þeir? Í hvaða bókum er eitthvað um froska? Hvað verða froskar stórir? Froskar, ásamt körtum, tilheyra ættbálknum Anura. Mynd hér að neðan sýnir flokkunarfræðilegan skyldleika froskdýra. Innan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?

Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt ...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu: Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin? Svar við fyrri spurningu: Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Snýst sólin um sjálfa sig?

Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo e...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?

Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margir hvítir fálkar?

Fálki eða valur (Falco rusticolus) finnst á túndrusvæðum allt í kringum norðurskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á landi Falco rusticolus islandicus. Á Grænlandi verpir deilitegundin Falco rusticolus candicans sem er hvít á lit og kallast ýmist grænlandsfálki, snæfá...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu?

Hér er ekki alls kostar auðvelt að sjá hvað spyrjendur eiga við og við ræðum því nokkra kosti. Geimverur í merkingunni lífverur frá öðrum hnöttum hafa ekki komið til jarðar svo að vitað sé með vissu. Geimverur sem okkur er nú þegar kunnugt um eiga því ekki eftir að "fara til" heimsálfunnar Evrópu (e. Europe). ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?

Til eru rúmlega 200 tegundir núlifandi apa eða apakatta (e. monkey). Til þess hóps teljast allir prímatar sem hafa rófu fyrir utan lemúra (e. lemurs), vofuapa (e. tarsier) og refapa (e. loris). Um 103 tegundir teljast til svokallaðra gamla heims apa, það er apa sem finnast frá Afríku til Asíu. Nýja heims apar eru ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

Fleiri niðurstöður