Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til græn spendýr?

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli

Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund sem hefur náttúrulegan grænan lit. Hins vegar eru til spendýr sem skarta grænum feldi með aðstoð annarra lífvera. Í Suður-Ameríku eru tegundir bæði þrí- og tvítæðra letidýra sem geta haft grænt yfirbragð en það er afleiðing þess að blágrænir þörungar (cyanophyta) hafa komið sér fyrir í feldi þeirra og gefa honum grænleitan lit.

Þrítæða letidýrið Bradypus variegatus sem lifir í skógum Mið-Ameríku og á stórum hluta Amason-svæðisins, er ein örfárra spendýrategunda sem getur haft grænt yfirbragð. Liturinn er tilkominn vegna þörunga sem þrífast í feldi dýranna.

Höfundum þessa svars er ekki kunnugt um önnur græn spendýr. Þrí- og tvítæðu letidýrin eru væntanlega þau einu sem geta verið grænleit.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.8.2023

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Eru til græn spendýr?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2023, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85429.

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2023, 28. ágúst). Eru til græn spendýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85429

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Eru til græn spendýr?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2023. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85429>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til græn spendýr?
Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli

Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund sem hefur náttúrulegan grænan lit. Hins vegar eru til spendýr sem skarta grænum feldi með aðstoð annarra lífvera. Í Suður-Ameríku eru tegundir bæði þrí- og tvítæðra letidýra sem geta haft grænt yfirbragð en það er afleiðing þess að blágrænir þörungar (cyanophyta) hafa komið sér fyrir í feldi þeirra og gefa honum grænleitan lit.

Þrítæða letidýrið Bradypus variegatus sem lifir í skógum Mið-Ameríku og á stórum hluta Amason-svæðisins, er ein örfárra spendýrategunda sem getur haft grænt yfirbragð. Liturinn er tilkominn vegna þörunga sem þrífast í feldi dýranna.

Höfundum þessa svars er ekki kunnugt um önnur græn spendýr. Þrí- og tvítæðu letidýrin eru væntanlega þau einu sem geta verið grænleit.

Heimildir og mynd:...