Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1078 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?

Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...

category-iconBókmenntir og listir

Í hvaða skáldsögu koma fyrir flest nöfn á ám eða fljótum?

Það er óhætt að fullyrða að flest nöfn á ám eða fljótum komi fyrir í skáldsögu James Joyce Finnegans Wake. Gagnrýnendur telja að í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, svonefndum Anna Livia Plurabelle-kafla, séu á bilinu 800 til 1.100 heiti á ám. Nákvæmasta talningin hljóðar upp á 1.036 fljótanöfn, ef mismunandi he...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Zaraþústra?

Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...

category-iconHeimspeki

Hvenær er núna?

Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?

Sæskjaldbökur kallast allar tegundir skjaldbaka af ættunum Dermochelyidae og Cheloniidae. Ættin Cheloniidea telur 6 tegundir en Dermochelyidae aðeins eina, alls 7 tegundir. Þær lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug. Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea). Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea, e. leather...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga, og hvað er talið að til séu mörg dýr af þeirri tegund? Þar sem nákvæm stofnstærð flestra spendýrategunda á heimsvísu er ekki kunn, sérstaklega hjá smærri spendýrum eins og nagdýrum (rodentia), er svarið ekki að fullu ljóst. Eit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?

Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...

category-iconLæknisfræði

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?

Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er algengasta fuglategund í heimi?

Heimildir eru ekki á einu máli um hvaða fuglategund telur flesta einstaklinga en hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir nokkrum tegundum sem eru mjög fjölmennar. Sennilega er fjölskipaðasta fuglategund heims grímuvefarinn (Quelea quelea, e. red-billed quelea) af ætt vefarafugla (Ploceidae, e. weaverbird...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

category-iconSálfræði

Hvað er Münchausensjúkdómur og hversu algengur er hann?

Svokallaður Münchausensjúkdómur eða Münchausenheilkenni lýsir sér þannig að sjúklingur þykist vera alvarlega veikur án þess að það þjóni neinum augljósum tilgangi öðrum en þeim að vera lagður inn á spítala og rannsakaður í bak og fyrir. Heilkennið er nefnt eftir Münchausen barón (1720-1797) sem vann sér það helst ...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?

Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...

category-iconSálfræði

Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?

Það að piltar líti stundum stórt á sig og telji sig merkilegri en stúlkur má að miklu leyti skýra út frá hugmyndum um mótun og hegðun hópa. Hægt er að skilgreina hóp sem tvo eða fleiri einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt (til dæmis kyn) og eru þess vegna flokkaðir saman (Reber & Reber, 2001; Hogg & Vaughan...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?

Í kjölfar verðbréfahrunsins í Kauphöllinni í New York 23. október 1929 skall á heimskreppa sem hafði gífurleg áhrif á líf fólks í hinum vestræna heimi. Lífið varð barátta um brauðið frá degi til dags, atvinnuleysi jókst mikið og fólk stóð í röðum til að komast yfir nauðsynjavörur eins og mat og fatnað. Evrópuþjóði...

Fleiri niðurstöður