Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9558 svör fundust
Hver var Spartakus?
Spartakus var fæddur í Þrakíu og dó árið 71 fyrir Krist. Hann var í rómverska hernum, gerðist líklega liðhlaupi og leiddi ræningjaflokk. En svo náðist hann og var seldur í þrældóm. Hann slapp ásamt 70 skylmingaþrælum úr skylmingaþrælaskóla í Capna árið 73 fyrir Krist. Uppreisnin breiddist um alla Suður-Ítalíu o...
Hvað var vistarbandið?
Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...
Var Einstein samkynhneigður?
Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við k...
Hver var Drakúla?
Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...
Hver var Zaraþústra?
Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...
Hver var Arban?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...
Hver var Kópernikus?
Nikulás Kópernikus var pólskur stjörnufræðingur. Hann fæddist árið 1473 og dó 1543 Hann var mikill fræðimaður, læknir og kanúki. Hann er þekktastur fyrir að hafa afneitað jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar, sem þá var viðurkennd af kirkjunni. Kópernikus og eftirmenn hans sýndu fram á að maðurinn býr ekki í miðju alhe...
Hver var Arkímedes?
Lesa má um Arkímedes á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig dó Arkímedes? Hér verður aðeins bætt við það svar. Arkímedes var grískur stærð- og eðlisfræðingur. Talið er að hann hafi fæðst um 287 f. Kr. og dáið árið 212 f. Kr. Arkímedes reiknaði meðal annars út yfirborð kúlu og rúmmál kúlu og sívalnings...
Hvað var Píningsdómur?
Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...
Hver var Akkilles?
Akkilles var sonur Peleifs konungs í Þessalíu og Þetisar sjávargyðju. Hinir ólympsku guðir ákváðu að Peleifur skyldi kvænast Þetisi þrátt fyrir að hún hefði engan hug á því. Áður höfðu æðsti guðinn Seifur og sjávarguðinn Póseidon verið biðlar Þetisar en þeir drógu bónorð sín í skyndi til baka þegar þeir fréttu þan...
Hver var Afródíta?
Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur. Sagnaritarinn Hesíódos se...
Hver var Aristóteles?
Aristóteles (384–322 f.Kr) var einn mesti heimspekingur og vísindamaður fornaldar. Hann var vel að sér í öllum greinum heimspekinnar, en auk þess var hann einn fremsti náttúruvísindamaður síns tíma, afkastamikill höfundur og, að því er sagan segir, framúrskarandi rithöfundur. Cíceró sagði að orð Aristótelesar stre...
Hvað var Sturlungaöld?
Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...
Hvað var Pelópsskagastríðið?
Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...
Hver var Platon?
Heimildir um ævi Platons eru fremur rýrar. Helstar eru bréfin sem honum eru eignuð, alls þrettán talsins, en einkum er þó Sjöunda bréfið mikilvægt; og ævisaga Platons sem varðveitt er hjá Díogenesi Laertíosi, sagnaritara frá þriðju öld sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að senni...