Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Spartakus var fæddur í Þrakíu og dó árið 71 fyrir Krist. Hann var í rómverska hernum, gerðist líklega liðhlaupi og leiddi ræningjaflokk. En svo náðist hann og var seldur í þrældóm.
Hann slapp ásamt 70 skylmingaþrælum úr skylmingaþrælaskóla í Capna árið 73 fyrir Krist. Uppreisnin breiddist um alla Suður-Ítalíu og uppreisnarmennirnir urðu allt að 90 þúsund. Svo barði hann sér leið norður til Alpanna og ætlaði að koma mönnunum heim til sín en þeir neituðu og þá fór hann aftur suður. Átta sveitir Crassusar umkringdu liðið og her Spartakusar sundraðist. Gaulverjarnir og Germanirnir voru yfirbugaðir fyrst, og Spartakus sjálfur féll að lokum í orrustu. Her Pompejusar stöðvaði og drap marga þræla sem voru á flótta norður á bóginn, og Crassus lét krossfesta 6000 fanga meðfram Appia-veginum.
Spartakus var að því er virðist bæði dugmikill og mannúðlegur, þótt byltingin sem hann stýrði vekti ótta um alla Ítalíu.
Heimild: Britannica
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Mynd: Kirk Douglas í hlutverki Spartakusar í samnefndri kvikmynd undir leikstjórn Stanley Kubrick (1960) Internet Movie Database
Hanna Lilja Jónasdóttir og Sandra Kristrún Magnúsdóttir. „Hver var Spartakus?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1498.
Hanna Lilja Jónasdóttir og Sandra Kristrún Magnúsdóttir. (2001, 11. apríl). Hver var Spartakus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1498
Hanna Lilja Jónasdóttir og Sandra Kristrún Magnúsdóttir. „Hver var Spartakus?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1498>.