Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Arkímedes?

Valgerður Sigurðardóttir

Lesa má um Arkímedes á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig dó Arkímedes? Hér verður aðeins bætt við það svar.

Arkímedes var grískur stærð- og eðlisfræðingur. Talið er að hann hafi fæðst um 287 f. Kr. og dáið árið 212 f. Kr. Arkímedes reiknaði meðal annars út yfirborð kúlu og rúmmál kúlu og sívalnings. Hann uppgötvaði lögmál sem við hann er kennt og kveður á um að þyngd hlutar sem sökkt er í vökva, minnkar um þyngd þess vökva sem hann ryður frá sér. Það er kallað lögmál Arkímedesar.

Arkímedes var frægur á fornöld fyrir að hafa fundið upp Arkímedesarskrúfuna. Hana fann hann upp meðan hann heimsótti Egyptaland og þess vegna hefur hún líka verið kölluð Egypska skrúfan. Rómverjar notuðu hana mikið, til þess að dæla upp úr ám og vötnum eða vatni úr námum.




Heimildir og mynd:
  • Íslensk alfræðiorðabók, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990
  • Um Arkímedes á vefsetri Drexel University


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Ölduselsskóla

Útgáfudagur

14.3.2003

Spyrjandi

Valur Bjarnason, f. 1986

Tilvísun

Valgerður Sigurðardóttir. „Hver var Arkímedes?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3239.

Valgerður Sigurðardóttir. (2003, 14. mars). Hver var Arkímedes? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3239

Valgerður Sigurðardóttir. „Hver var Arkímedes?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3239>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Arkímedes?
Lesa má um Arkímedes á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig dó Arkímedes? Hér verður aðeins bætt við það svar.

Arkímedes var grískur stærð- og eðlisfræðingur. Talið er að hann hafi fæðst um 287 f. Kr. og dáið árið 212 f. Kr. Arkímedes reiknaði meðal annars út yfirborð kúlu og rúmmál kúlu og sívalnings. Hann uppgötvaði lögmál sem við hann er kennt og kveður á um að þyngd hlutar sem sökkt er í vökva, minnkar um þyngd þess vökva sem hann ryður frá sér. Það er kallað lögmál Arkímedesar.

Arkímedes var frægur á fornöld fyrir að hafa fundið upp Arkímedesarskrúfuna. Hana fann hann upp meðan hann heimsótti Egyptaland og þess vegna hefur hún líka verið kölluð Egypska skrúfan. Rómverjar notuðu hana mikið, til þess að dæla upp úr ám og vötnum eða vatni úr námum.




Heimildir og mynd:
  • Íslensk alfræðiorðabók, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990
  • Um Arkímedes á vefsetri Drexel University


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...