Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2703 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?

Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt. Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla...

category-iconMannfræði

Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir) Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðge...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?

Varsjá er höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta borg landsins. Um aldamótin 1900 voru íbúar Varsjár um 700.000. Þeim fjölgaði ört í upphafi tuttugustu aldar og þegar kom fram á þriðja áratuginn hafði íbúafjöldinn náð einni milljón. Stór skörð voru hins vegar höggvin í raðir Varsjárbúa í heimsstyrjöldinni síða...

category-iconUnga fólkið svarar

Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLæknisfræði

Getur HIV-veiran borist með flugum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Fyrst Vestur-Nílarveiran getur borist með moskítóflugum, hvað kemur þá í veg fyrir að HIV-veiran geti borist með sama hætti?Þekktar smitleiðir fyrir alnæmi eru kynmök, samnýting sprautunála meðal fíkniefnaneytenda og blóðgjafir eða gjöf afurða úr blóði (mjög sjaldgæft)....

category-iconHugvísindi

Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?

Vissulega getur verið ástæða til að staldra við svona spurningar og hugleiða þær, ekki síst þegar um er að ræða mann sem á að hafa verið til fyrir rúmum 2300 árum. En í hans tilviki er þó kannski minni ástæða til að spyrja en um marga aðra frá svipuðum tíma. Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) v...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?

Nafnið Hvallátur (ft.) er til á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu: Eyjaklasi á Breiðafirði. Bær norðan Látrabjargs í V-Barðastrandarsýslu. (Landnámabók) = Látur.Hvallátradalur er hátt uppi í Lambadalshlíð í Dýrafirði. = Látur á Látraströnd í S-Þingeyjarsýslu. Nefnt Hvallátur í Landnámabók. Nafnið er samkv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?

Samba er safn forrita sem gerir tölvum sem keyra Windows-stýrikerfi og tölvum sem keyra stýrikerfi byggð á UNIX, til dæmis Linux, kleift að skiptast á gögnum og samnýta jaðartæki og aðrar auðlindir (e. resources). Samba byggir á SMB (e. server message block) samskiptareglunum (e. protocols) sem Windows-stýriker...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?

Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina?

Hin svonefna "fyrsta málfræðiritgerð" stendur fremst af fjórum málfræðiritgerðum sem varðveittar eru í Ormsbók Snorra-Eddu (Codex Wormianus, AM 242 fol.). Handritið er frá þriðja fjórðungi 14. aldar en fyrsta málfræðiritgerðin er frá miðri 12. öld og er höfundur ókunnur. Höfundur ritgerðarinnar hefur verið afar...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna fær maður niðurgang af sveskjum?

Sveskjur eru þurrkaðar plómur, sem eru ávextir plöntunnar Prunus domestica L. Sveskjur koma aðallega frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið Kaliforníu, og Frakklandi. Um hægðalosandi áhrif af sveskjum hefur lengi verið vitað og er neysla þeirra talin meðal þeirra úrræða sem hægt er að grípa til við harðlífi. Ekki er fu...

category-iconStærðfræði

Hvað eruð þið gömul?

Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?

Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...

category-iconMálvísindi: almennt

Geta Rússi og Búlgari skilið tungumál hvor annars? En Pólverji og Hvítrússi?

Rússneska, búlgarska, pólska og hvítrússneska teljast allar til slavneskra mála. Búlgarska er suðurslavneskt mál, pólska er vesturslavneskt mál en rússneska og hvítrússneska eru austurslavnesk mál. Hver málaætt hefur þróast á sinn hátt og orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum. Skyldust eru rússneska og hvítrússnes...

Fleiri niðurstöður